Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2022 19:41 Vísindamenn töldu að búið væri að stöðva eyðingu ósonlagsins en svo reyndist ekki vera samkvæmt niðurstöðum rannsókna MOSAIC leiðangursins. Alfred Wegener stofnunin Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. Í september 2019 hófst MOSAIC leiðangurinn svo kallaði, viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar um Norðuríshafið, þegar þýski ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan sigldi á norðurskautið og lét sig reka með ísnum þar í eitt ár. Hundruð vísindamanna frá tuttugu löndum tóku þátt í leiðangrinum. Vísindamenn létu þýska ísbrjótinn og rannsóknarskipið Pólstjörnuna reka með hafísnum um norðurskautið í eitt ár.Alfred Wegener stofnunin Þetta var í fyrsta skipti sem þetta var gert af vetri til og nú eru fyrstu niðurstöður farnar að líta dagsins ljós. Markus Rex sótti Hringborð norðurslóða um síðustu helgi. Hann kom að skipulagi MOSAIC leiðangursins og tók þátt í honum sem sérfræðingur. Hann segir fyrstu niðurstöður bæði góðar og slæmar. Hundruð vísindamanna frá 20 löndum tóku þátt í MOSAIC leiðangrinum.Alfred Wegener stofnunin Til að mynda hafi leiðangursmenn fundið stærsta gat á ósonlaginu sem nokkru sinni hafi fundist yfir norðurskautinu í 20 kílómetra hæð yfir leiðangrinum. Þetta komi á óvart tuttugu árum eftir að notkun ósóneyðandi efna var bönnuð. Dr. Markus Rex prófessor í loftlagseðlisfræði við Háskólann í Potsdam segir ánægjulegt að enn væri hægt að snúa bráðnun íssins á norðurskautinu við. Ábyrgð núverandi kynslóða væri mikil.Stöð 2/Arnar „Samt er ósonlagið ekki að lagast. Það fer versnandi á Norðurskautinu. Nú skiljum við að það er af því að niðurbrotsefni frá gasi eru enn til staðar í andrúmsloftinu og vegna víxlverkana gera loftslagsbreytingarnar þau ágengari. Það eru slæmar fréttir fyrir framtíð ósonlagsins á Norðurskautinu,“ segir Rex. Við erum síðasta kynslóðin sem getur bjargað norðurskautinu Þá hafi í fyrsta skipti tekist að mæla ísframleiðsluferlið að vetri til og niðurstöðurnar væru uppörvaldi. „Við sáum að undir ísnum nær sjórinn frostmarki allt niður á 14 metra dýpi áveturna. Meira að segja núna með hnattrænni hlýnun. Það er heilbrigður grunnur fyrir nýmyndun íss á veturna og við teljum að við séum enn í stöðu til að bjarga ísnum ef við stöðvum hnattræna hlýnun. Hann bregst mjög línulega við hlýnun og ef við stöðvum hlýnunina mun bráðnun íssins stöðvast. Það er gott. Þetta setur mikla ábyrgð á herðar okkar. Við erum síðasta kynslóðin sem getur bjargað hafísnum á norðurslóðum,“ segir Markus Rex. Markus Rex segir ánægjulegt að rannsóknarniðurstöður sýni að enn væri hægt að bjarga ísnum á Norðuríshafinu.Alfred Wegener stofnunin Einnig hafi komið á óvart að finna þorskstofn í kolniðamyrkri undir miðjum norðurskautsísnum. „Tegund sem maður hefði ekki búist við á miðju Norðurskautinu en nú sáum við að hún lifir þarna. Mjög lítil frjósemi, örugglega ekkert sem sjávarútvegurinn getur nýtt en það er áhugavert að sjá að þessar tegundir skuli lifa þarna,“ segir Markus Rex einn leiðangursmanna MOSAIC leiðangursins. Hringborð norðurslóða Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Í september 2019 hófst MOSAIC leiðangurinn svo kallaði, viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar um Norðuríshafið, þegar þýski ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan sigldi á norðurskautið og lét sig reka með ísnum þar í eitt ár. Hundruð vísindamanna frá tuttugu löndum tóku þátt í leiðangrinum. Vísindamenn létu þýska ísbrjótinn og rannsóknarskipið Pólstjörnuna reka með hafísnum um norðurskautið í eitt ár.Alfred Wegener stofnunin Þetta var í fyrsta skipti sem þetta var gert af vetri til og nú eru fyrstu niðurstöður farnar að líta dagsins ljós. Markus Rex sótti Hringborð norðurslóða um síðustu helgi. Hann kom að skipulagi MOSAIC leiðangursins og tók þátt í honum sem sérfræðingur. Hann segir fyrstu niðurstöður bæði góðar og slæmar. Hundruð vísindamanna frá 20 löndum tóku þátt í MOSAIC leiðangrinum.Alfred Wegener stofnunin Til að mynda hafi leiðangursmenn fundið stærsta gat á ósonlaginu sem nokkru sinni hafi fundist yfir norðurskautinu í 20 kílómetra hæð yfir leiðangrinum. Þetta komi á óvart tuttugu árum eftir að notkun ósóneyðandi efna var bönnuð. Dr. Markus Rex prófessor í loftlagseðlisfræði við Háskólann í Potsdam segir ánægjulegt að enn væri hægt að snúa bráðnun íssins á norðurskautinu við. Ábyrgð núverandi kynslóða væri mikil.Stöð 2/Arnar „Samt er ósonlagið ekki að lagast. Það fer versnandi á Norðurskautinu. Nú skiljum við að það er af því að niðurbrotsefni frá gasi eru enn til staðar í andrúmsloftinu og vegna víxlverkana gera loftslagsbreytingarnar þau ágengari. Það eru slæmar fréttir fyrir framtíð ósonlagsins á Norðurskautinu,“ segir Rex. Við erum síðasta kynslóðin sem getur bjargað norðurskautinu Þá hafi í fyrsta skipti tekist að mæla ísframleiðsluferlið að vetri til og niðurstöðurnar væru uppörvaldi. „Við sáum að undir ísnum nær sjórinn frostmarki allt niður á 14 metra dýpi áveturna. Meira að segja núna með hnattrænni hlýnun. Það er heilbrigður grunnur fyrir nýmyndun íss á veturna og við teljum að við séum enn í stöðu til að bjarga ísnum ef við stöðvum hnattræna hlýnun. Hann bregst mjög línulega við hlýnun og ef við stöðvum hlýnunina mun bráðnun íssins stöðvast. Það er gott. Þetta setur mikla ábyrgð á herðar okkar. Við erum síðasta kynslóðin sem getur bjargað hafísnum á norðurslóðum,“ segir Markus Rex. Markus Rex segir ánægjulegt að rannsóknarniðurstöður sýni að enn væri hægt að bjarga ísnum á Norðuríshafinu.Alfred Wegener stofnunin Einnig hafi komið á óvart að finna þorskstofn í kolniðamyrkri undir miðjum norðurskautsísnum. „Tegund sem maður hefði ekki búist við á miðju Norðurskautinu en nú sáum við að hún lifir þarna. Mjög lítil frjósemi, örugglega ekkert sem sjávarútvegurinn getur nýtt en það er áhugavert að sjá að þessar tegundir skuli lifa þarna,“ segir Markus Rex einn leiðangursmanna MOSAIC leiðangursins.
Hringborð norðurslóða Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16
Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00