Landgræðslan og Skógræktin í eina sæng Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2022 14:22 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að sameina skuli Skógræktina og Landgræðsluna. Starfsmönnum stofnananna hefur verið kynnt um komandi sameiningu. Árni Bragason landgræðslustjóri staðfestir í samtali við Vísi að ráðherra hafi kynnt sameiningaráform á fundi með starfsmönnum í dag. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri var á fundi með ráðherra þegar blaðamaður náði á hann rétt upp úr klukkan tvö. Ráðherra tilkynnti í maí að forathugun væri hafin á sameiningu þessara lykilstofnana í loftslagsmálum. „Með því að sameina fagþekkingu og krafta þessara stofnana verður til öflug stofnun sem sinnir ráðgjöf við nýtingu lands og styður við eflingu allra vistkerfa og landgæða til framtíðar,“ sagði Svandís við það tilefni. Uppfært klukkan 16:50 með tilkynningu frá ráðuneytinu sem má sjá í heild að neðan. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar fyrir ríkisstjórn í morgun. Eftir hádegi hélt ráðherra fundi með starfsmönnum beggja stofnana þar sem tilkynnt var um fyrrgreinda ákvörðun. Við sameiningu munu allir starfsmenn flytjast yfir í nýja stofnun, og verður áhersla lögð á að fyrirliggjandi mannauður og þekking haldist í málaflokknum. Réttindi og skyldur starfsfólks munu færast til nýrrar stofnunar, en umræða um skipulag mun bíða nýs forstöðumanns. Engin breyting verður gerð á tilhögun starfsstöðva í sameiningarferlinu eða staðsetningum starfsmanna. Sameinuð stofnun mun hafa um 130 stöðugildi og getur aðalskrifstofa verið staðsett á öllum meginstarfsstöðvum. Ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Samræmist loftslagsmarkmiðum stjórnvalda Bæði Landgræðslan og Skógræktin eiga sér langa sögu og hafa verkefni þeirra tengst frá upphafi. Í ágúst sl. gaf matvælaráðherra út Land og líf, fyrstu heildarstefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaáætlunar, sem mun nýtast vel í sameiningarferlinu. Stjórnvöld leggja áherslu á kolefnisbindingu og samdrátt í losun frá landi auk endurheimtar votlendis og birkiskóga. Einnig gerir losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun kröfu um mjög sérhæfða þekkingu. Kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári, og auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Í ljósi þessa skipaði ráðherra starfshóp í maí sl. sem var falið að greina rekstur stofnananna, eignaumsýslu, samlegð faglegra málefna þeirra og að vinna áhættugreiningu vegna mögulegrar sameiningar. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í byrjun október. Tækifæri skapast við sameiningu Í skýrslunni kemur fram að stærstu tækifærin með sameiningu stofnananna séu í aukinni samlegð í stoðþjónustu. Einnig að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands í eigu ríkisins ásamt fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf. Við sameiningu mun stjórnendum óhjákvæmilega fækka, en í því felst ekki að í stærri stofnun fækki störfum. Auk þess sem ná má fram aukinni skilvirkni meðal starfsfólks má gera ráð fyrir því að í stærri stofnun megi nýta húsnæði, tæki og annan búnað betur. Skjöl vegna nauðsynlegra lagabreytinga verða birt á samráðsgátt stjórnvalda í dag. Áætlað er að frumvarpsdrög verði birt á samráðsgáttinni í desember 2022, og frumvarp um sameiningu stofnananna verði lagt fram á Alþingi í febrúar 2023. Gert er ráð fyrir því að auglýst verði eftir forstöðumanni vorið 2023 og að ný stofnun geti tekið formlega til starfa þann 1. janúar 2024. „Það er tilhlökkunarefni að hægt verði að samnýta þá þekkingu og þann mannauð sem þessar stofnanir búa yfir. Framundan er spennandi verkefni, að koma á fót öflugri stofnun sem mun fóstra eina af okkar stærstu auðlindum, hlúa að henni og vernda fyrir komandi kynslóðir,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Árni Bragason landgræðslustjóri staðfestir í samtali við Vísi að ráðherra hafi kynnt sameiningaráform á fundi með starfsmönnum í dag. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri var á fundi með ráðherra þegar blaðamaður náði á hann rétt upp úr klukkan tvö. Ráðherra tilkynnti í maí að forathugun væri hafin á sameiningu þessara lykilstofnana í loftslagsmálum. „Með því að sameina fagþekkingu og krafta þessara stofnana verður til öflug stofnun sem sinnir ráðgjöf við nýtingu lands og styður við eflingu allra vistkerfa og landgæða til framtíðar,“ sagði Svandís við það tilefni. Uppfært klukkan 16:50 með tilkynningu frá ráðuneytinu sem má sjá í heild að neðan. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar fyrir ríkisstjórn í morgun. Eftir hádegi hélt ráðherra fundi með starfsmönnum beggja stofnana þar sem tilkynnt var um fyrrgreinda ákvörðun. Við sameiningu munu allir starfsmenn flytjast yfir í nýja stofnun, og verður áhersla lögð á að fyrirliggjandi mannauður og þekking haldist í málaflokknum. Réttindi og skyldur starfsfólks munu færast til nýrrar stofnunar, en umræða um skipulag mun bíða nýs forstöðumanns. Engin breyting verður gerð á tilhögun starfsstöðva í sameiningarferlinu eða staðsetningum starfsmanna. Sameinuð stofnun mun hafa um 130 stöðugildi og getur aðalskrifstofa verið staðsett á öllum meginstarfsstöðvum. Ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Samræmist loftslagsmarkmiðum stjórnvalda Bæði Landgræðslan og Skógræktin eiga sér langa sögu og hafa verkefni þeirra tengst frá upphafi. Í ágúst sl. gaf matvælaráðherra út Land og líf, fyrstu heildarstefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaáætlunar, sem mun nýtast vel í sameiningarferlinu. Stjórnvöld leggja áherslu á kolefnisbindingu og samdrátt í losun frá landi auk endurheimtar votlendis og birkiskóga. Einnig gerir losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun kröfu um mjög sérhæfða þekkingu. Kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári, og auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Í ljósi þessa skipaði ráðherra starfshóp í maí sl. sem var falið að greina rekstur stofnananna, eignaumsýslu, samlegð faglegra málefna þeirra og að vinna áhættugreiningu vegna mögulegrar sameiningar. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í byrjun október. Tækifæri skapast við sameiningu Í skýrslunni kemur fram að stærstu tækifærin með sameiningu stofnananna séu í aukinni samlegð í stoðþjónustu. Einnig að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands í eigu ríkisins ásamt fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf. Við sameiningu mun stjórnendum óhjákvæmilega fækka, en í því felst ekki að í stærri stofnun fækki störfum. Auk þess sem ná má fram aukinni skilvirkni meðal starfsfólks má gera ráð fyrir því að í stærri stofnun megi nýta húsnæði, tæki og annan búnað betur. Skjöl vegna nauðsynlegra lagabreytinga verða birt á samráðsgátt stjórnvalda í dag. Áætlað er að frumvarpsdrög verði birt á samráðsgáttinni í desember 2022, og frumvarp um sameiningu stofnananna verði lagt fram á Alþingi í febrúar 2023. Gert er ráð fyrir því að auglýst verði eftir forstöðumanni vorið 2023 og að ný stofnun geti tekið formlega til starfa þann 1. janúar 2024. „Það er tilhlökkunarefni að hægt verði að samnýta þá þekkingu og þann mannauð sem þessar stofnanir búa yfir. Framundan er spennandi verkefni, að koma á fót öflugri stofnun sem mun fóstra eina af okkar stærstu auðlindum, hlúa að henni og vernda fyrir komandi kynslóðir,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24