Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. október 2022 06:01 Leikkonan og nú handritshöfundurinn Aníta Briem var gestur í Bakaríinu síðasta laugardag þar sem hún ræddi um þættina Svo lengi sem við lifum. Handritið segir hún innblásið af eigin reynslu. Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira