„Ég segi það bara hreint út, þetta er stórt vandamál“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. október 2022 15:31 Á annan tug leik- og grunnskóla á landinu glíma nú við mygluvandamál, sem sviðsstjóri Reykjavíkurborgar segir eitt það stærsta sem borgin glími við. Hún rekur vandann aftur til niðurskurðar í viðhaldsmálum eftir hrun. Að minnsta kosti sjö grunnskólar og tólf leikskólar á landinu glíma nú við mygluvandræði eða eftirköst þeirra. Reykjavíkurborg hefur þurft að kljást við hvert tilfellið á fætur öðru upp á síðkastið. Eitt og eitt tilfelli hefur reglulega komið upp en nú virðist alger sprenging í greiningu á myglu í skólahúsnæði. „Ég segi það bara hreint út. Þetta er stórt vandamál, mjög. Og kannski eitthvað sem var ekki alveg hægt að sjá fyrir fyrir nokkrum árum síðan. En já þetta er eitt af okkar stóru, stóru verkefnum í dag,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir myglu í skólahúsnæði jafnvel stærsta vandamál borgarinnar þessa dagana. Ólöf Örvarsdóttir er sviðsstjóri, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.vísir/dúi „Já, þetta er allavega svona með því stærra sem við erum að glíma við núna. Af því að það er svo mikil praktík í þessu; það þarf að selflytja börn, þetta hefur áhrif á fjölskyldur, kennara, starfsfólk. Þetta hefur svo mikil áhrif á daglegt líf fólks. Þetta er kannski annað en að gera risastóra skipulagsáætlun sem á að framkvæma á einhverjum X árum og við höfum ákveðinn tíma. Þetta er svo þröngur tímarammi, þannig að það er kannski það kapphlaup sem er erfitt og auðvelt að misstíga sig í því þó að við séum að reyna að gera okkar besta.“ En hvers vegna hefur orðið svo gríðarleg aukning í þessum greiningum á síðustu árum? Við leituðum svara hjá sérfræðingi EFLU verkfræðistofu. „Fólk er kannski meira að tilkynna og átta sig á því ef það finnur einhver einkenni í húsum þá er það að tilkynna og það er jafnvel meira tekið til greina núna heldur en áður,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hjá EFLU. Það er kannski dálítið nýtt að við séum að pæla í þessu? „Já, ólíkt nágrannalöndum okkar þá höfum við ekki verið að hugsa um þetta síðustu 20 ár. Bara síðustu svona fimm ár sem við erum alvarlega farin að hugsa um það að loftgæði og innivist skipta okkur máli.“ En er þetta séríslenskt vandamál eða hvernig er staðan úti? „Við getum alveg sagt að við erum alveg tíu, tuttugu árum á eftir nágrannalöndum okkar að bregðast við. Þannig að nágrannalönd okkar hafa farið ansi skarpt í að fyrirbyggja og finna áhættusvæðin. Þannig að ástandið núna er mögulega eitthvað verra en hjá nágrannalöndum okkar en það er þá líka vegna þess að þau hafa þá tekið dálítið fast á því,“ segir Sylgja. Sylgja Dögg hefur lengi séð um myglumál fyrir EFLU verkfræðistofu.vísir/arnar Of mikill sparnaður eftir hrun Ólöf segir að mörgu leyti hægt að rekja vandann nú til niðurskurðar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. „Ég held að það séu ekkert verr byggð húsin okkar, nema síður sé, en þau eru sannarlega mörg hver komin á tíma. Og það er bara eins og með malbikið. Við erum búin að ná upp þeim sparnaði, sem var í raun og veru að spara sér til tjóns, þegar ekki var gert við götur eftir hrun og í svolítið langan tíma. Og það var komin uppsöfnuð viðhaldsþörf, já, í fasteignum okkar. Víðast hvar en alls ekki alls staðar.“ Var þá of lítið fjármagn inni í viðhaldsmálum á sínum tíma? „Fyrst eftir hrun, já,“ segir Ólöf. Borgin ætlar að setja 30 til 35 milljarða í viðhaldsmál á næstu fimm til sjö árum. Sylgja hjá EFLU segir lykilatriði að auka eftirlit með byggingaraðilum. Búið sé að laga reglugerðir sem eigi að tryggja vel byggð hús. „Við getum gert miklu betur. Það er af nógu að taka. Við þurfum að fylgja reglugerðinni, við þurfum að hafa rannsóknarstofnun eða einhvern aðila, óháðan aðila sem að prófar efni og aðferðir áður en við förum með þau og setjum þau út á markað. Í rauninni er byggingamarkaðurinn í dag tilraunastofa þar sem við erum að prófa hvort að eitthvað gangi upp. Og síðast en ekki síst að viðhalda húsunum okkar betur. Og fyrirbyggjandi aðgerðir eru eitthvað sem við ættum öll að temja okkur. Að grípa inn í áður en að skaðinn verður.“ Mygla í Fossvogsskóla Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Að minnsta kosti sjö grunnskólar og tólf leikskólar á landinu glíma nú við mygluvandræði eða eftirköst þeirra. Reykjavíkurborg hefur þurft að kljást við hvert tilfellið á fætur öðru upp á síðkastið. Eitt og eitt tilfelli hefur reglulega komið upp en nú virðist alger sprenging í greiningu á myglu í skólahúsnæði. „Ég segi það bara hreint út. Þetta er stórt vandamál, mjög. Og kannski eitthvað sem var ekki alveg hægt að sjá fyrir fyrir nokkrum árum síðan. En já þetta er eitt af okkar stóru, stóru verkefnum í dag,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir myglu í skólahúsnæði jafnvel stærsta vandamál borgarinnar þessa dagana. Ólöf Örvarsdóttir er sviðsstjóri, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.vísir/dúi „Já, þetta er allavega svona með því stærra sem við erum að glíma við núna. Af því að það er svo mikil praktík í þessu; það þarf að selflytja börn, þetta hefur áhrif á fjölskyldur, kennara, starfsfólk. Þetta hefur svo mikil áhrif á daglegt líf fólks. Þetta er kannski annað en að gera risastóra skipulagsáætlun sem á að framkvæma á einhverjum X árum og við höfum ákveðinn tíma. Þetta er svo þröngur tímarammi, þannig að það er kannski það kapphlaup sem er erfitt og auðvelt að misstíga sig í því þó að við séum að reyna að gera okkar besta.“ En hvers vegna hefur orðið svo gríðarleg aukning í þessum greiningum á síðustu árum? Við leituðum svara hjá sérfræðingi EFLU verkfræðistofu. „Fólk er kannski meira að tilkynna og átta sig á því ef það finnur einhver einkenni í húsum þá er það að tilkynna og það er jafnvel meira tekið til greina núna heldur en áður,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hjá EFLU. Það er kannski dálítið nýtt að við séum að pæla í þessu? „Já, ólíkt nágrannalöndum okkar þá höfum við ekki verið að hugsa um þetta síðustu 20 ár. Bara síðustu svona fimm ár sem við erum alvarlega farin að hugsa um það að loftgæði og innivist skipta okkur máli.“ En er þetta séríslenskt vandamál eða hvernig er staðan úti? „Við getum alveg sagt að við erum alveg tíu, tuttugu árum á eftir nágrannalöndum okkar að bregðast við. Þannig að nágrannalönd okkar hafa farið ansi skarpt í að fyrirbyggja og finna áhættusvæðin. Þannig að ástandið núna er mögulega eitthvað verra en hjá nágrannalöndum okkar en það er þá líka vegna þess að þau hafa þá tekið dálítið fast á því,“ segir Sylgja. Sylgja Dögg hefur lengi séð um myglumál fyrir EFLU verkfræðistofu.vísir/arnar Of mikill sparnaður eftir hrun Ólöf segir að mörgu leyti hægt að rekja vandann nú til niðurskurðar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. „Ég held að það séu ekkert verr byggð húsin okkar, nema síður sé, en þau eru sannarlega mörg hver komin á tíma. Og það er bara eins og með malbikið. Við erum búin að ná upp þeim sparnaði, sem var í raun og veru að spara sér til tjóns, þegar ekki var gert við götur eftir hrun og í svolítið langan tíma. Og það var komin uppsöfnuð viðhaldsþörf, já, í fasteignum okkar. Víðast hvar en alls ekki alls staðar.“ Var þá of lítið fjármagn inni í viðhaldsmálum á sínum tíma? „Fyrst eftir hrun, já,“ segir Ólöf. Borgin ætlar að setja 30 til 35 milljarða í viðhaldsmál á næstu fimm til sjö árum. Sylgja hjá EFLU segir lykilatriði að auka eftirlit með byggingaraðilum. Búið sé að laga reglugerðir sem eigi að tryggja vel byggð hús. „Við getum gert miklu betur. Það er af nógu að taka. Við þurfum að fylgja reglugerðinni, við þurfum að hafa rannsóknarstofnun eða einhvern aðila, óháðan aðila sem að prófar efni og aðferðir áður en við förum með þau og setjum þau út á markað. Í rauninni er byggingamarkaðurinn í dag tilraunastofa þar sem við erum að prófa hvort að eitthvað gangi upp. Og síðast en ekki síst að viðhalda húsunum okkar betur. Og fyrirbyggjandi aðgerðir eru eitthvað sem við ættum öll að temja okkur. Að grípa inn í áður en að skaðinn verður.“
Mygla í Fossvogsskóla Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent