Innlent

Jarð­skjálfta­hrina hafin á Reykja­nes­hrygg

Atli Ísleifsson skrifar
Stærsti skjálftinn í hrinunni hefur verið 4,4 að stærð klukkan 22:11 í gærkvöldi.
Stærsti skjálftinn í hrinunni hefur verið 4,4 að stærð klukkan 22:11 í gærkvöldi. Veðurstofan

Jarðskjálftahrina hófst um fimmtán kílómetra norðaustur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg um klukkan 20:30 í gærkvöldi.

Stærsti skjálftarnir í hrinunni hafa verið 4,4 að stærð klukkan 22:11, 4,3 að stærð klukkan 23:36 og 4,0 að stærð klukkan 23:34.

Á vef Veðurstofunnar segir að upp úr klukkan fimm í morgun hafi um 240 skjálftar mælst í hrinunni frá því að hún hófst.

Einnig segir að aukin skjálftavirkni hafi verið að mælast í Mýrdalsjökli frá því á laugardag, en í gærmorgun klukkan 07:54 hafi þar verið skjálfti af stærð 3,0 og klukkan 11:50 hafi verið skjálfti af stærð 3,8.

„Skjálftarnir eru allir staðsettir nærri sigkötlum 10 og 11 í austanverðri Kötluöskju.

Ekki er hægt að útiloka að hlaup muni hefjast í Múlakvísl og er varað við ferðum við ána og sérstaklega upptök árinnar, m.a. vegna gasmengunnar,“ segir á vef Veðurstofunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×