Lífið

Var fyrri til á bjölluna, vissi svarið en sagði bara rangt nafn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alltaf spenna í Kviss. 
Alltaf spenna í Kviss. 

Sextán liða úrslitin í Kviss héldu áfram á laugardagskvöldið en þá mættust Stjarnan og Selfoss í hörkuviðureign.

Í liði Stjörnunnar voru þær Rósa Kristinsdóttir lögfræðingur og Vala Kristín Eiríksdóttir og í liði Selfyssinga mættu þau fjölmiðlafólkið Ása Ninna Pétursdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Eins og svo oft áður réðust úrslitin á lokaspurningunni og þá var spurt um fyrirbæri eða eins konar tákn sem var áberandi á umbúðum á íslensku smjöri sem kom á markaðinn árið 1988.

Staðan var 28-29 fyrir þessi lokaspurningu og voru þrjú stig í pottinum. Ef þú hefur ekki séð þáttinn í heild sinni ættir þú ekki að horfa á klippuna hér að neðan þar sem úrslitin koma í ljós.

Klippa: Þurfti að giska á tákn til að vinna

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×