Innlent

Skjálfti af stærðinni 4,4 norð­austur af Eld­eyjar­boða

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Mynd úr safni.
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 mældist 15,6 kílómetra norðaustur af blindskerinu Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg upp úr klukkan tíu í kvöld. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu.

Þetta sést á töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta, en hún hefur að geyma óyfirfarnar niðurstöður yfir jarðhræringar um allt land. Skjálftinn var 4,4 að stærð og varð klukkan 22:11. 

Síðan þá hafa orðið fimm eftirskjálftar á svæðinu, frá stærðinni 1,7 upp í 2,6. Skömmu fyrir stærsta skjálfta kvöldsins varð skjálfti af stærðinni 3,9, en hann átti upptök sín 16,6 kílómetra vestsuðvestur af Geirfugladrangi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×