Innlent

Skjálfta­hrina hafin í Mýr­dals­jökli

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og varð klukkan 11.50 í dag.
Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og varð klukkan 11.50 í dag. Vísir/Vilhelm

Skjálftahrina er hafin í Mýrdalsjökli. Nokkrir skjálftar yfir 2 að stærð hafa orðið í austanverðri öskju Mýrdalsjökul síðan um hádegisbil. Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,8 að stærð.

„Skjálftar eru mjög algengir í Mýrdalsjökli, en þó er eins og nokkuð hafa dregið úr virkni þar undanfarin ár. Hefur virknin þó oftar en ekki verið sveiflukennd yfir árið og aukist síðsumars og á haustin. Hefur þessi sveiflukennda virkni verið talin tengjast fargléttingu, þar sem skjálftavirknin eykst með minnkandi snjóalögum á jöklinum,“ segir í færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook.

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hlaup í Múlakvísl sé ekki útilokað. Varað er við ferðum við ána, meðal annars vegna gasmengunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×