Katarína prinsessa flýr stúdentaíbúð sína vegna öryggisógnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 07:51 Amalía hóf nám við háskólann í Amsterdam í september. Getty/P van Katwijk Katarína Amalía krónprinsessa Hollands hefur þurft að yfrgefa stúdentaíbúðina sem hún hefur búið í í Amsterdam í haust vegna öryggisógnar. Þetta segir konungsfjölskyldan í yfirlýsingu en prinsessan hefur nú snúið aftur í konungshöllina. Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna. Kóngafólk Holland Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna.
Kóngafólk Holland Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira