Innlent

Fluttur með sjúkrabíl eftir rafskútuslys

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl eftir að hann lenti í óhappi á rafskútu.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl eftir að hann lenti í óhappi á rafskútu. Vísir/Vilhelm

Einn varð fluttur með sjúkrabíl upp á bráðamóttöku í gærkvöldi eftir að hann lenti í umferðaróhappi á rafskútu í Grafarvogi. Maðurinn var illa áttaður aftir óhappið. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en nokkuð virðist hafa verið um umferðaróhöpp í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbókina. Tilkynnt var um umferðaróhapp í Múlunum og hafði tjón orðið á bifreiðum en engin slys á fólki.

Annað umferðaróhapp var tilkynnt í Garðabæ en þar höfðu vespa og reiðhjól lent saman. Annað umferðaróhapp varð í Kópavogi og varð tjón á bifreiðum en engin slys á fólki. Ætla má að hálkan sem skapaðist eftir rigningar gærkvöldsins og frostið í nótt hafi átt sinn þátt. 

Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í nótt. Þá var lögregla kölluð til að Mathöll í gær vegna manns sem svaf þar ölvunarsvefni. Hann var vakinn og hélt sína leið. Lögregla var einnig kölluð til vegna manns sem svaf ölvunarsvefni í anddyri fjölbýlishúss í Breiðholti. 

Þá var tilkynnt um þjófnað úr sameign fjölbýlishúss í Breiðholti. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×