„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 17:53 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04