Ólíklegt að verkalýðshreyfingin komi sameinuð af ASÍ-þingi Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 10:03 Vilhjálmur Birgisson (t.v.) og Ragnar Þór Ingólfsson (t.h.) hafa verið bandamenn í átökum sem geisa innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur ólíklegt að draumur sinn um að verkalýðshreyfingin gangi sameinuð af þingi Alþýðusambandsins rætist. Eftir fyrsta dag þingsins virðist honum enginn vilji til þess. Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna. ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna.
ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05