Birta Líf Ólafsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson voru fulltrúar Fram. Fyrir hönd Gróttu kepptu Egill Ploder Ottósson og Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli.
Liðin stóðu sig vel og var viðureignin mjög hörð. Svo hörð að úrslitin réðust á lokaspurningunni.
Í þeirri spurningu var spurt um mat og fengu liðin vísbendingar til að finna út úr hvaða mat um ræddi.
Hér að neðan má sjá hvernig viðureignin fór en ef þú átt eftir að horfa á þáttinn í heild sinni og veist ekki hvernig viðureignin fór ættir þú ekki að horfa á myndbrotið hér að neðan.