Innlent

Líkfundur á Gróttu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lík er sagt hafa fundist á Gróttu.
Lík er sagt hafa fundist á Gróttu. vísir/vilhelm

Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu.

RÚV greindi fyrst frá málinu. 

Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en gat ekki staðfest hvort búið væri að bera kennsl á líkið. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×