Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. október 2022 10:25 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra hefur sætt gagnrýni eftir að framlög til kvikmyndasjóðs voru skert niður um þriðjung á milli ára. Á sama tíma samþykkti ríkisstjórnin að endurgreiða kvikmyndarisum, líkt og True North sem framleiðir nú HBO þættinu True Detective, 35 prósent af framleiðslukostnaði hérlendis. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum. Niðurskurður til kvikmyndasjóðs hefur verið harðlega gagnrýndur og sjónum beint að 35 prósenta endurgreiðslu frá ríkinu, sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra stóð fyrir og er aðeins á færi svokallaðra kvikmyndarisa að nýta sér. Bandalag íslenskra listamanna segja niðurskurðinn jafnframt í hróplegri andstöðu við nýsamþykkta kvikmyndastefnu. Sjá einnig: Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda verða 35 prósent „Það er í raun alveg óskiljanleg ákvörðun að láta það gerast í kjölfar velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar og mikilvægi listgreinarinnar í fyrirsjáanlegri framtíð. Sjálfstæð íslensk kvikmyndagerð hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér heima fyrir, við að skrásetja okkar eigin samtíma og endurspegla hann okkur til gleði og aukins skilnings. En ekki síður gerir öflug íslensk kvikmyndagerðin okkur kleift að taka þátt í alþjóðlegu umhverfi á okkar eigin forsendum og skapa okkur sjálfstæða rödd í alþjóðlegu umhverfi. Óskiljanleg ákvörðun,“ segir í umsögninni. „Andlitslaust ráðstöfunarfé“ Þá þurfi að gera grein fyrir því fjármagni sem í dag er stærsti útgjaldaliður samninga og styrkja við listir og menningu sem kallað er „andlitslaust“ ráðstöfunarfé ráðuneytisins. Nokkrar listgreinar láti sér nægja litla sneið af ráðstöfunarfé í þeim kafla málaflokksins. Sá útgjaldaliður hækkar um 10 prósent milli ára, bandalagið kveðst hafa óskað eftir greiningu á slíkum útgjöldum en sú eftirgrennslan hefur ekki borið árangur. Til útksýringar er eftirfarandi skýringarmynd í umsögninni og segir að nokkrar listgreinar láti sér nægja litla sneið af ráðstöfunarfé málaflokksins.bandalag íslenskra listamanna Þjóðaróperu hvergi að finna Minnst er á áætlun um Þjóðaróperu er ekki að finna í þessari fjárlagagerð. Nefndir á vegum ráðuneytisins hefur á undanförnum árum unnið að undirbúningi Þjóðaróperu og stofnun hennar er á verkefnalista menningarmálaráðuneytisins sem kynntur var í Hörpu í upphafi starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Sú staðreynd að óperan sem listform skuli ekki eiga stöðugri starfsgrundvöll en raun ber vitni gerir menningarlandslag okkar fátæklegra en ásættanlegt er. Við eigum gríðarlegan fjölda hæfileikafólks í greininni sem flest starfar erlendis, því tækifærin og óperuumhverfið hér heima býður ekki upp á að þeir listamenn starfi hér nema stöku sinnum. Fyrir liggja hugmyndir og vinna í ráðuneytinu til að hrinda þessu í framkvæmd og því þarf að skapa rými í fjárlögum ríkisins,“ segir í umsögn bandalagsins. Loks er ítrekað hve illa margir listamenn hafi komið undan þeim samkomutakmörkunum sem faldurinn sett á störf þeirra, en bent á að listamenn séu líklega sá hópur sem fljótastur er að ná vopnum sínum vegna þess hve akur listarinnar er kvikur og lifandi. „Allar greinar listarinnar eru ekki bara verkfæri í öflugu framtíðarhagkerfi, þar sem verðmætasköpun mun byggja á hugmyndum og mannviti, laða að ferðamenn og hvetja til nýjunga og efla frjósama hugsunar – listin er fyrst og fremst okkar dýrmætasta verkfæri til að auðga mannlíf, dýpka skilning og tala máli mennskunnar. Á því er ekki vanþörf á þessum tímum.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Menning Tengdar fréttir Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. 28. september 2022 12:52 Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. 16. september 2022 20:22 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Niðurskurður til kvikmyndasjóðs hefur verið harðlega gagnrýndur og sjónum beint að 35 prósenta endurgreiðslu frá ríkinu, sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra stóð fyrir og er aðeins á færi svokallaðra kvikmyndarisa að nýta sér. Bandalag íslenskra listamanna segja niðurskurðinn jafnframt í hróplegri andstöðu við nýsamþykkta kvikmyndastefnu. Sjá einnig: Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda verða 35 prósent „Það er í raun alveg óskiljanleg ákvörðun að láta það gerast í kjölfar velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar og mikilvægi listgreinarinnar í fyrirsjáanlegri framtíð. Sjálfstæð íslensk kvikmyndagerð hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér heima fyrir, við að skrásetja okkar eigin samtíma og endurspegla hann okkur til gleði og aukins skilnings. En ekki síður gerir öflug íslensk kvikmyndagerðin okkur kleift að taka þátt í alþjóðlegu umhverfi á okkar eigin forsendum og skapa okkur sjálfstæða rödd í alþjóðlegu umhverfi. Óskiljanleg ákvörðun,“ segir í umsögninni. „Andlitslaust ráðstöfunarfé“ Þá þurfi að gera grein fyrir því fjármagni sem í dag er stærsti útgjaldaliður samninga og styrkja við listir og menningu sem kallað er „andlitslaust“ ráðstöfunarfé ráðuneytisins. Nokkrar listgreinar láti sér nægja litla sneið af ráðstöfunarfé í þeim kafla málaflokksins. Sá útgjaldaliður hækkar um 10 prósent milli ára, bandalagið kveðst hafa óskað eftir greiningu á slíkum útgjöldum en sú eftirgrennslan hefur ekki borið árangur. Til útksýringar er eftirfarandi skýringarmynd í umsögninni og segir að nokkrar listgreinar láti sér nægja litla sneið af ráðstöfunarfé málaflokksins.bandalag íslenskra listamanna Þjóðaróperu hvergi að finna Minnst er á áætlun um Þjóðaróperu er ekki að finna í þessari fjárlagagerð. Nefndir á vegum ráðuneytisins hefur á undanförnum árum unnið að undirbúningi Þjóðaróperu og stofnun hennar er á verkefnalista menningarmálaráðuneytisins sem kynntur var í Hörpu í upphafi starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Sú staðreynd að óperan sem listform skuli ekki eiga stöðugri starfsgrundvöll en raun ber vitni gerir menningarlandslag okkar fátæklegra en ásættanlegt er. Við eigum gríðarlegan fjölda hæfileikafólks í greininni sem flest starfar erlendis, því tækifærin og óperuumhverfið hér heima býður ekki upp á að þeir listamenn starfi hér nema stöku sinnum. Fyrir liggja hugmyndir og vinna í ráðuneytinu til að hrinda þessu í framkvæmd og því þarf að skapa rými í fjárlögum ríkisins,“ segir í umsögn bandalagsins. Loks er ítrekað hve illa margir listamenn hafi komið undan þeim samkomutakmörkunum sem faldurinn sett á störf þeirra, en bent á að listamenn séu líklega sá hópur sem fljótastur er að ná vopnum sínum vegna þess hve akur listarinnar er kvikur og lifandi. „Allar greinar listarinnar eru ekki bara verkfæri í öflugu framtíðarhagkerfi, þar sem verðmætasköpun mun byggja á hugmyndum og mannviti, laða að ferðamenn og hvetja til nýjunga og efla frjósama hugsunar – listin er fyrst og fremst okkar dýrmætasta verkfæri til að auðga mannlíf, dýpka skilning og tala máli mennskunnar. Á því er ekki vanþörf á þessum tímum.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Menning Tengdar fréttir Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. 28. september 2022 12:52 Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. 16. september 2022 20:22 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. 28. september 2022 12:52
Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. 16. september 2022 20:22