Víðtækt rafmagnsleysi í vesturhluta borgarinnar Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 7. október 2022 17:03 Starfsfólk Krónunnar á Granda neyddist til að loka búðinni þegar ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Vísir/Snorri Rafmagnslaust er á Granda, sums staðar í vesturbænum, miðbænum og jafnvel Seltjarnarnesi vegna bilunar. Litlar upplýsingar liggja fyrir þessa stundina en segja má að slökkt sé á stórum hluta vesturhluta Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.30: Rafmagn er alls staðar aftur komið á. Orsökin var bilun í háspennustreng að sögn Veitna. Upphafleg frétt fylgir. Fólk í verslunarhugleiðingum á Granda kom að lokuðum dyrum og þarf að leita annað þar sem allt er rafmagnslaust á Grandanum. Verslanir eru flestar hverjar lokaðar vegna rafmagnsleysisins. Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu rétt upp úr klukkan 17 að spennustöð hafi slegið út og mannskapur frá Veitum væri á leiðinni á staðinn. Viðgerð stendur nú yfir og greindu Veitur frá því klukkan 17:46 að búið væri að finna bilunina sem er á aðalstreng. „Ákveðin svæði eru að detta inn og er rafmagnsleysið nú einungis bundið við hluta miðbæjar. Vonast er til þess að það detti inn fljótlega,“ segir á vef Veitna. Töluvert hefur verið um rafmagnsleysi undanfarnar vikur í vesturhluta borgarinnar. Rafmagnslaust varð um tíma fyrir tveimur vikum og svo aftur í Skerjafirðinum í þessari viku. Miðað við upphaflega tilkynningu frá Veitum mátti reikna með að rafmagnsleysið myndi fram á kvöld. Þar er vísað til bleika svæðisins á myndinni að neðan. Fram kom að rafmagnslaust verði frá 16:30 til 23:59. Samkvæmt tilkynningu Veitna nær rafmagnsleysið til þessa svæðis gróft séð. Fréttastofa hefur þó upplýsingar að rafmagn sé á á hluta rauða svæðisins. Meðfylgjandi myndskeið var tekið úti á Granda fyrir skemmstu, rétt eftir að rafmagnsleysið skall á. Þar var starfsfólk verslana í óðaönn að loka þeim eftir að ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Klippa: Rafmagnslaust á Granda Rafmagnstruflanirnar virðast hafa misjafnlega mikil áhrif á starfsemi verslana og veitingastaða í miðborginni en á meðan viðskiptavinir 10/11 í Austurstræti koma að lokuðum dyrum á fólk greiðan aðgang að verslunum beint á móti. Skammt frá glíma veitingastaðir í Tryggvagötu, á borð við Osushi og The Hungry Chef, við hamlandi rafmagnsleysi. Úr tilkynningu frá Veitum Vegna bilunar er rafmagnslaust á Granda, í Vesturbænum og í miðbænum fös. 07. október á meðan viðgerð stendur. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Rafmagnslaust er á Grandanum.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Tengdar fréttir Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14 Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Uppfært klukkan 18.30: Rafmagn er alls staðar aftur komið á. Orsökin var bilun í háspennustreng að sögn Veitna. Upphafleg frétt fylgir. Fólk í verslunarhugleiðingum á Granda kom að lokuðum dyrum og þarf að leita annað þar sem allt er rafmagnslaust á Grandanum. Verslanir eru flestar hverjar lokaðar vegna rafmagnsleysisins. Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu rétt upp úr klukkan 17 að spennustöð hafi slegið út og mannskapur frá Veitum væri á leiðinni á staðinn. Viðgerð stendur nú yfir og greindu Veitur frá því klukkan 17:46 að búið væri að finna bilunina sem er á aðalstreng. „Ákveðin svæði eru að detta inn og er rafmagnsleysið nú einungis bundið við hluta miðbæjar. Vonast er til þess að það detti inn fljótlega,“ segir á vef Veitna. Töluvert hefur verið um rafmagnsleysi undanfarnar vikur í vesturhluta borgarinnar. Rafmagnslaust varð um tíma fyrir tveimur vikum og svo aftur í Skerjafirðinum í þessari viku. Miðað við upphaflega tilkynningu frá Veitum mátti reikna með að rafmagnsleysið myndi fram á kvöld. Þar er vísað til bleika svæðisins á myndinni að neðan. Fram kom að rafmagnslaust verði frá 16:30 til 23:59. Samkvæmt tilkynningu Veitna nær rafmagnsleysið til þessa svæðis gróft séð. Fréttastofa hefur þó upplýsingar að rafmagn sé á á hluta rauða svæðisins. Meðfylgjandi myndskeið var tekið úti á Granda fyrir skemmstu, rétt eftir að rafmagnsleysið skall á. Þar var starfsfólk verslana í óðaönn að loka þeim eftir að ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Klippa: Rafmagnslaust á Granda Rafmagnstruflanirnar virðast hafa misjafnlega mikil áhrif á starfsemi verslana og veitingastaða í miðborginni en á meðan viðskiptavinir 10/11 í Austurstræti koma að lokuðum dyrum á fólk greiðan aðgang að verslunum beint á móti. Skammt frá glíma veitingastaðir í Tryggvagötu, á borð við Osushi og The Hungry Chef, við hamlandi rafmagnsleysi. Úr tilkynningu frá Veitum Vegna bilunar er rafmagnslaust á Granda, í Vesturbænum og í miðbænum fös. 07. október á meðan viðgerð stendur. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Rafmagnslaust er á Grandanum.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Tengdar fréttir Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14 Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14
Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34