Lífið

Christian Bale þakkar Leonardo DiCaprio fyrir ferilinn sinn

Elísabet Hanna skrifar
Christian Bale þakkar Leonardo DiCaprio fyrir ferilinn sinn.
Christian Bale þakkar Leonardo DiCaprio fyrir ferilinn sinn. Getty/David M. Benett/Taylor Hill

Leikarinn Christian Bale þakkar kollega sínum Leonardo DiCaprio fyrir þau hlutverk sem hann hefur fengið. „Mig grunar að nánast allir leikarar á hans aldri í Hollywood skuldi honum ferilinn sinn fyrir að hafna hlutverkunum sem þeir hafa fengið,“ segir Bale í viðtali við GQ.

„Það skiptir ekki máli hversu vinalegir leikstjórarnir eru. Allt þetta fólk, sem ég hef margsinnis unnið með, þau hafa öll boðið honum hlutverkin fyrst,“ segir hann.  „Það var manneskja sem virkilega sagði mér það. Svo takk Leo því bókstaflega, hann fær að velja allt sem hann gerir. Það er frábært fyrir hann, hann er stórkostlegur.“

Bale segist ekki taka því persónulega og segist þakklátur að fá verkefni yfirhöfuð. „Ég get ekki gert það sem hann gerir,“ segir hann og hrósar DiCaprio. Bale sló í gegn í myndinni American Psycho árið 2000 eftir að DiCaprio hafnaði hlutverkinu. 


Tengdar fréttir

Christian Bale óþekkjanlegur sem Dick Cheney

Búið er að birta fyrstu stikluna fyrir myndina Vice, eftir Adam McKay, sem fjallar um ríkisstjórn George W. Bush og þá sérstaklega varaforseta hans, Dick Cheney.

Barnalán hjá Batman

Leikarinn Christian Bale og eiginkona hans Sibi eignuðust dreng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×