Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2022 12:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur. Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur.
Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira