Bíó og sjónvarp

Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta

Elísabet Hanna skrifar
Egill Ólafsson mun leika Kristófer í Snertingu.
Egill Ólafsson mun leika Kristófer í Snertingu. Aðsend.

Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir.

Egill leikur Kristófer

Egill mun fara með hlutverk Kristófers sem leggur á seinni hluta ævi sinnar upp í ferðalag til Japans í leit að ástinni sinni, japanskri stúlku, sem rann honum úr greipum á skólaárum hans í London. Í myndinni er farið með honum á vit minninganna og í leit að svörum. 

Egill Ólafsson birtist síðast á hvíta tjaldinu í þriðju seríu af Ófærð. Hann er margreyndur leikari og mætti lengi telja upp verk hans í bíó og sjónvarpi. Má nefna Agnesi, Engla alheimsins, Börn náttúrunnar, Magnús, Hvíta máva og Með allt á hreinu sem dæmi.

Baltasar Kormákur á frumsýningu myndarinnar Beast sem hann leikstýrði.Vísir/Hulda Margrét

Tökur hefjast á sunnudaginn

Sagan Snerting gerist á Íslandi, Englandi og í Japan yfir mismunandi tímaskeið. Hér er því á ferðinni ein umfangsmesta ísleska kvikmyndaframleiðsla sem sést hefur. Tökur á kvikmyndinni hefjast á sunnudaginn í London. Stefnt er að frumsýningu seint á árinu 2023.


Tengdar fréttir

Ólafur Jóhann skýtur glæpa­sagna­þrí­eykinu ref fyrir rass

Ólafur Jóhann Ólafsson hefur komið sér vel fyrir í fyrsta sæti bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) með Snertingu sem hlotið hefur verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda, auk þess að vera einn besti titill ársins.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×