Menning

Ólafur Jóhann skýtur glæpa­sagna­þrí­eykinu ref fyrir rass

Jakob Bjarnar skrifar
Undur og stórmerki. Ólafur Jóhann hefur velt Arnaldi kóngi Indriðasyni úr hásæti sínu en hann hefur lengi einokað toppsæti bóksölulistanna fyrir jólin.
Undur og stórmerki. Ólafur Jóhann hefur velt Arnaldi kóngi Indriðasyni úr hásæti sínu en hann hefur lengi einokað toppsæti bóksölulistanna fyrir jólin.

Ólafur Jóhann Ólafsson hefur komið sér vel fyrir í fyrsta sæti bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) með Snertingu sem hlotið hefur verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda, auk þess að vera einn besti titill ársins.

 Eða svo segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut, sérfræðingur Vísis í bóksölunni. Vísir birtir nú allra síðasta bóksölulistann fyrir þessi jól. Ekki seinna vænna. Þorláksmessa. Listinn sætir tíðindum. Arnaldur, sem hefur einokað listann í mörg herrans ár, þarf að láta í minni pokann fyrir Ólafi Jóhanni með sína snertingu. Reyndar nær Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnadrottningin, að ýta honum aftur fyrir sig líka en listinn sem nú er birtur tekur til daganna 14. til 20. desember. 

Síðast þegar tókst að velta Arnaldi úr hásætinu var árið 2012. Þá kom fram einhver óvæntasti smellur bóksölunnar, eða svarti hestur eins og þau í bókabransanum kalla slík fyrirbæri;  Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur. Árin á undan hafði Arnaldur haft tögl og hagldir á sölulistum. Listinn byggir á sölutölum frá eftirfarandi útsölustöðum bóka; A4, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaup, Samkaup verslana, Heimkaup, Forlagsverslunarinnar og Kaupfélags Skagfirðinga – það er í raun frá öllum helstu útsölustöðum bóka á landinu nema frá Eymundsson.

Kápan og titillinn skipta máli

En ef marka má Bryndísi er velgengni Ólafs Jóhanns engin tilviljun.

„Það er svo mikil sögn í þessum titli hans Ólafs Jóhanns. Það er einfaldlega góð tilfinning að gefa Snertingu, jafnvel þótt hún sé innpökkuð. 

Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut, sérfræðingur Vísis í bóksölunni, segir titil og kápu skipta máli og þar hittir útgefandi Ólafs Jóhanns í mark.

Kápumynd bókarinnar, eftir Ragnar Helga Ólafsson, styður hlýju titilsins af öryggi, rauð kápa og ullarfrakki vefjast saman í þéttu faðmlagi á sterkri snúru. Í fjarlægð liggur önnur, ógreinileg snúra sem virðist vera að strokast út... Ég ætla ekki að taka það af Ólafi að sagan er góð en sem gamall bóksali þá veit ég að titillinn og kápan skipta líka miklu máli á okkar einstaka jólabóka-gjafamarkaði. 

Maður vill ekki pakka inn bók sem ber titilinn „Skítsama“ fyrir einhvern sem manni þykir vænt um,“ 

segir Bryndís.

En svo má snúa þessu öllu á hvolf þegar kemur að glæpasagnatitlunum. Í öðru sæti listans situr Yrsa Sigurðardóttir með Bráðina. 

„Glæpasagnatitlar þurfa auðvitað að vekja spennu og óhug, helst með einhverri undirliggjandi óvissu og það neglir Yrsa í ár, enda sagan skrifuð undir áhrifum óhugnanlegs máls sem engin niðurstaða hefur fengist í.“

Þagnarmúr Arnaldar Indriðasonar er enn söluhæsta bók ársins en verður að láta sér nægja þriðja sæti Bóksölulistans þessa vikuna. Bryndís segir það hugsanlegt að Ólafur Jóhann muni jafnvel ná að mjaka sér upp fyrir Arnald á „Uppsafnað-listanum“ þegar árið verður gert upp. 

Sterk staða skáldsögunnar

Eftirtektarverð er sterk staða íslenskra skáldverka í jólabókasölunni í ár. Af 15 mest seldu bókunum þessa vikuna eru 10 þeirra íslensk skáldverk, 3 barnabækur og 2 fræðibækur. Bryndís bendir á að til samanburðar megi nefna að á sama tíma í fyrra voru skáldverkin 8 af 15 mest seldu bókunum en þá komu þó út 98 prentuð skáldverk samkvæmt Bókatíðindum en þau eru heldur færri núna, eða 75.

„Við höfum ástæðu til að gleðjast yfir góðum móttökum íslenskra bóka, útlit er fyrir um 20 prósenta söluaukningu frá fyrsta nóvember, miðað við í fyrra. Salan dreifist líka óvenju mikið á milli titla, svo virðist sem kaupendur hafi kynnt sér úrvalið vel, það eru ekki allir að kaupa sömu bókina.“

Bryndís segir þetta minnka líkurnar á því að fólk þurfi að skipta bókum eftir jól enda miklu betra, og jafnvel einhver „andleg snerting“ fólgin í því að eiga fágætari verk til að skiptast á við aðra bókaunnendur, að lestri loknum.


Topplistinn

14-20. desember 2020

  1. Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson
  2. Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason
  4. Vetrarmein - Ragnar Jónasson
  5. Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal
  6. Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason
  7. Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir
  8. Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson
  9. Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson
  10. Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir
  11. Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson
  12. Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson
  13. Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir
  14. Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir
  15. Dauðabókin - Stefán Máni
  16. Skipulag - Sólrún Diego
  17. Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson
  18. Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir
  19. UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld
  20. Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson

Íslensk skáldverk

  1. Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson
  2. Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason
  4. Vetrarmein - Ragnar Jónasson
  5. Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir
  6. Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir
  7. Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson
  8. Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir
  9. Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir
  10. Dauðabókin - Stefán Máni
  11. Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir
  12. Blóðrauður sjór - Lilja Sigurðardóttir
  13. Blóðberg - Þóra Karítas Árnadóttir
  14. Aprílsólarkuldi - Elísabet Kristín Jökulsdóttir
  15. Konan sem elskaði fossinn : Sigríður í Brattholti - Eyrún Ingadóttir
  16. Sykur - Katrín Júlíusdóttir
  17. 07 Reykjavík - Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir
  18. Hansdætur - Benný Sif Ísleifsdóttir
  19. Bróðir - Halldór Armand
  20. Truflunin - Steinar Bragi
  21. Næturskuggar - Eva Björg Ægisdóttir
  22. Ein - Ásdís Halla Bragadóttir
  23. Dauði skógar - Jónas Reynir Gunnarsson
  24. Klettaborgin - Sólveig Pálsdóttir
  25. Herbergi í öðrum heimi - María Elísabet Bragadóttir
  26. Váboðar - Ófeigur Sigurðsson
  27. Aldrei nema kona - Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
  28. Aðventa - Gunnar Gunnarsson
  29. Hrímland - Skammdegisskuggar - Alexander Dan Vilhjálmsson
  30. Kórdrengur í Kaupmannahöfn - Jón Óskar Sólnes

Íslenskar barna- og ungmennabækur

  1. Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal
  2. Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson
  3. Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson
  4. Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson
  5. Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir
  6. Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl.
  7. Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal
  8. Barnaræninginn - Gunnar Helgason
  9. Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl.
  10. Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal
  11. Hestar - Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring
  12. Vampírur, vesen og annað tilfallandi - Rut Guðnadóttir
  13. Hetja - Björk Jakobsdóttir
  14. Brandarar og gátur 5 - Huginn Þór Grétarsson
  15. Fótboltaspurningar 2020 - Bjarni Þór Guðjónsson
  16. 13 þrautir jólasveinanna - Huginn Þór Grétarsson
  17. Skógurinn - Hildur Knútsdóttir
  18. Spurningabókin 2020 - Guðjón Ingi Eiríksson
  19. Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal
  20. Iðunn og afi pönk - Gerður Kristný

Þýddar barna- og ungmennabækur

  1. Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Bókafélagið
  2. Jólasyrpa - Walt Disney
  3. Verstu kennarar í heimi - David Walliams
  4. Dagbók Kidda klaufa 3 : Snjóstríðið - Jeff Kinney
  5. Fótbolti - Meistarataktar - Rob Colson
  6. Ísskrímslið - David Walliams
  7. Dísa ljósálfur - G.T. Rotman
  8. Sögur úr Múmíndal - Tove Jansson
  9. Jólaföndur : engin skæri, bara gaman - Unga ástin mín
  10. Ding! Dong! Komum að leika! - Astley Baker
  11. Dagbók Kidda klaufa : Flóttinn í sólina - Jeff Kinney
  12. Risaeðlugengið : Kappsundið - Lars Mæhle
  13. Mannslíkaminn - Ryan Hobson
  14. Milljarðastrákurinn - David Walliams
  15. Hundmann - Taumaus - Dav Pilkey
  16. Gurra Grís :leitið og finnið ævintýri - Peppa Pig
  17. Söguperlur fyrir svefninn - Setberg
  18. Lúkas ljónheppni - Kate Thomson
  19. Jörðin - Bomboland
  20. Sögutaskan mín - Isabelle Chauvet

Fræði og almennt efni

  1. Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason
  2. Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson
  3. Skipulag - Sólrún Diego
  4. UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld
  5. Kökur - Linda Ben
  6. Skipulagsdagbók - Sólrún Diego
  7. Þegar heimurinn lokaðist - Davíð Logi Sigurðsson
  8. Íslenskir vettlingar - Guðrún Hannele Henttinen
  9. Bubbi Morthens - ferillinn í fjörtíu ár - Árni Matthíasson
  10. Fimmaurabrandarar - Fimmaurafélagið
  11. Bakað með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgsdóttir
  12. Martröð í Mykinesi - Magnús Þór Hafsteinsson
  13. Kindasögur II - Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson
  14. Hrein Karfa - Kjartan Atli Kjartansson
  15. Liverpool, flottasti klúbbur í heimi - Illugi Jökulsson
  16. Prjónað á mig og mína - Lene Holme Samsøe
  17. Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson
  18. Sumac - Þráinn Freyr Vigfússon
  19. Brimaldan stríða - Steinar J. Lúðvíksson
  20. Saumaklúbburinn - Berglind Hreiðarsdóttir
  21. Þess vegna sofum við : um mikilvægi svefns og drauma - Matthew Walker
  22. Fuglinn sem gat ekki flogið - Gísli Pálsson
  23. Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir
  24. Samskipti - Pálmar Ragnarsson
  25. Björgunarsveitin mín - Arngrímur Hermannsson
  26. Hulduheimar - Símon Jón Jóhannsson
  27. Prjónað af ást - Lene Holme Samsøe
  28. Uppreisn Jóns Arasonar - Ásgeir Jónsson
  29. Mótorhausasögur - Ragnar S. Ragnarsson
  30. Hjarta Íslands - Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stefánsson

Þýdd skáldverk

  1. Kóngsríkið - Jo Nesbø
  2. Jól í Sumareldhúsi Flóru - Jenny Colgan
  3. Brúðkaup í desember - Sarah Morgan
  4. Silfurvængir - Camilla Läckberg
  5. Lygalíf fullorðinna - Elena Ferrante
  6. Þeir sem græta góðu stúlkurnar - Mary Higgins Clark
  7. Papa - Jesper Stein
  8. Menntuð - Tara Westover
  9. Leyfðu mér að segja þér sögu - Jorge Bucay
  10. Mitt (ó)fullkomna líf - Sophie Kinsella

Ljóð og limrur

  1. Gervilimrur Gísla Rúnars - Gísli Rúnar Björgvinsson
  2. Látra-Björg - Helgi Jónsson
  3. 40 vísnagátur - Páll Jónasson
  4. Ljóðasafn Rumi - Jalaluddin Rumi
  5. Draumstol - Gyrðir Elíasson
  6. Innræti - Arndís Þórarinsdóttir
  7. Hetjusögur - Kristín Svava Tómasdóttir
  8. Fjölskyldulíf á jörðinni - Dagur Hjartarson
  9. Taugaboð á háspennulínu - Arndís Lóa Magnúsdóttir
  10. 1900 og eitthvað - Ragnheiður Lárusdóttir

Ævisögur

  1. Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson
  2. Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm
  3. Berskjaldaður : Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást - Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
  4. Ellert - Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason
  5. Vigdís Jack : Sveitastelpan sem varð prestsfrú - Gyða Skúladóttir
  6. Svo týnist hjartaslóð : Þroskasaga Betu Reynis - Valgeir Skagfjörð og Elísabet Reynisdóttir
  7. Dóttir - Katrín Tanja Davíðsdóttir
  8. Brosað gegnum tárin - Bryndís Schram
  9. Glæpur við fæðingu - Trevor Noah
  10. Siddi gull-ævisaga Sigmars Ó. Maríusonar gullsmiðs - Guðjón Ingi Eiríksson

Uppsafnað frá áramótum

  1. Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason
  2. Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson
  3. Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir
  4. Vetrarmein - Ragnar Jónasson
  5. Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson
  6. Útkall á ögurstundu - Óttar Sveinsson
  7. Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir
  8. Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason
  9. Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson
  10. Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×