Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 21:19 Napoli vann öruggan sigur í kvöld. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. Heimamenn í Ajax byrjuðu betur gegn Napoli og tóku forystuna strax á níundu mínútu með marki frá Mohammed Kudus. Giacomo Raspadori, Giovanni Di Lorenzo og Piotr Zielinski sáu þó til þess að gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn, staðan 1-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Giacomo Raspadori breytti stöðunni í 1-4 snemma í síðari hálfleik áður en Khvicha Kvaratskhelia skoraði fimmta mark liðsins á 63. mínútu. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn þegar Dusan Tadic nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og manni fleiri bættu gestirnir sjötta markinu við þegar Giovanni Simeone skoraði fyrir liðið. Niðurstaðan því 1-6 sigur Napoli sem trónir á toppi A-riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki, sex stigum meira en Ajax sem situr í þriðja sæti. Job done 😍😍😍We love the @ChampionsLeague!90+1 | #AjaxNapoli 1-6💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/bB9vdTGypb— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) October 4, 2022 Þá heldur belgíska liðið Club Brugge áfram að koma á óvart, en liðið trónir á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid í kvöld þar sem Kamal Sowah og Ferran Jutgla. Belgarnir hafa því skorað sjö mörk í þessum fyrstu þrem leikjum sínum og ekki fengið á sig eitt einasta. Liðið er sem áður segir á toppi riðilsins með níu stig af níu mögulegum, sex stigum meira en Atlético Madrid sem rekur lestina í riðlinum. Úrslit kvöldsins A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður ÍBV drukknaði í sundlaugarslysi Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Sjá meira
Heimamenn í Ajax byrjuðu betur gegn Napoli og tóku forystuna strax á níundu mínútu með marki frá Mohammed Kudus. Giacomo Raspadori, Giovanni Di Lorenzo og Piotr Zielinski sáu þó til þess að gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn, staðan 1-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Giacomo Raspadori breytti stöðunni í 1-4 snemma í síðari hálfleik áður en Khvicha Kvaratskhelia skoraði fimmta mark liðsins á 63. mínútu. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn þegar Dusan Tadic nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og manni fleiri bættu gestirnir sjötta markinu við þegar Giovanni Simeone skoraði fyrir liðið. Niðurstaðan því 1-6 sigur Napoli sem trónir á toppi A-riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki, sex stigum meira en Ajax sem situr í þriðja sæti. Job done 😍😍😍We love the @ChampionsLeague!90+1 | #AjaxNapoli 1-6💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/bB9vdTGypb— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) October 4, 2022 Þá heldur belgíska liðið Club Brugge áfram að koma á óvart, en liðið trónir á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid í kvöld þar sem Kamal Sowah og Ferran Jutgla. Belgarnir hafa því skorað sjö mörk í þessum fyrstu þrem leikjum sínum og ekki fengið á sig eitt einasta. Liðið er sem áður segir á toppi riðilsins með níu stig af níu mögulegum, sex stigum meira en Atlético Madrid sem rekur lestina í riðlinum. Úrslit kvöldsins A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham
A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður ÍBV drukknaði í sundlaugarslysi Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Sjá meira