Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.
Í þættinum á föstudaginn mættu leikkonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Halldóra Geirharðs.
Katla með Steinda í liði og Halldóra með Audda. Bæði lið fengu það verkefni að mynda og framleiða stuttmynd og gerðu þau Steindi og Katla heldur magnaða stuttmynd þar sem sjálfur Brad Pitt birtist í.
Stuttmyndin þeirra gerist í raun í framtíðinni og heitir sú mynd 4024 og gerist hún á því ári. Myndin er í svokölluðum Sci-Fi stíl.
Hér að neðan má sjá myndina sem var sýnd í þættinum á föstudagskvöldið á Stöð 2.