Afbrotafræðingar efast um ágæti aukinna valdheimilda Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 13:40 Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson eru afbrotafræðingar. Bylgjan Afbrotafræðingar gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar auknar valdheimildir lögreglu. Hvort sem þær birtast í aukinni vopnvæðingu eða auknum rannsóknarheimildum. Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan: Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan:
Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26
„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01