Selja gleraugu Dahmers fyrir morðfjár Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 11:36 Fjöldamorðinginn Jeffrey Dahmer, þegar hann var handtekinn í ágúst 1982. Getty/Fangelsismálastofnun Bandaríkjanna Kanadískir safnarar hafa sett gleraugu sem bandaríski fjöldamorðinginn Jeffrey Dahmer var með í fangelsi á sölu. Einn þeirra segir gleraugun og aðra muni fjöldamorðingjans koma frá fyrrverandi heimilishjálp föður Dahmer. Dahmer nauðgaði, myrti og aflimaði, ekki endilega í þeirri röð, minnst sautján menn og drengi milli 1978 og 1991. Hann lagði einnig nokkra af þeim sem hann myrti sér til munns. Dahmer var dæmdur fyrir morð sín árið 1992 og gert að verja ævinni bakvið lás og slá. Árið 1994 var hann þó myrtur af öðrum fanga. Gleraugun voru í klefa Dahmers þegar hann var myrtur. Dahmer er mikið milli tannanna á fólki þessa dagana vegna nýrra þátta um hann sem Netflix gerði, þar sem leikarinn Evan Peters fer með hlutverk fjöldamorðingjans og mannætunnar. Taylor James, sem rekur vefsvæðið Cult Collectibles er að selja gleraugun fyrir heimilishjálpina. Samkvæmt frétt TMZ kosta þau 150 þúsund dali, sem samsvarar um 21,7 milljónum króna. Fyrr á þessu ári opinberaði Taylor gleraugun á Youtube og má sjá það myndband hér að neðan. Á vef Cult Collectibles er einnig hægt að finna fjölmarga aðra muni sem eiga að hafa verið í eigu Dahmers. Þar á meðal mynd sem hann á að hafa teiknað í skóla, geðmat, skattaskýrsla og eintak föður hans af játningu hans. Þessar myndir voru teknar af Dahmer sumarið 1991.Getty/Curt Borgwardt Bandaríkin Netflix Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Dahmer nauðgaði, myrti og aflimaði, ekki endilega í þeirri röð, minnst sautján menn og drengi milli 1978 og 1991. Hann lagði einnig nokkra af þeim sem hann myrti sér til munns. Dahmer var dæmdur fyrir morð sín árið 1992 og gert að verja ævinni bakvið lás og slá. Árið 1994 var hann þó myrtur af öðrum fanga. Gleraugun voru í klefa Dahmers þegar hann var myrtur. Dahmer er mikið milli tannanna á fólki þessa dagana vegna nýrra þátta um hann sem Netflix gerði, þar sem leikarinn Evan Peters fer með hlutverk fjöldamorðingjans og mannætunnar. Taylor James, sem rekur vefsvæðið Cult Collectibles er að selja gleraugun fyrir heimilishjálpina. Samkvæmt frétt TMZ kosta þau 150 þúsund dali, sem samsvarar um 21,7 milljónum króna. Fyrr á þessu ári opinberaði Taylor gleraugun á Youtube og má sjá það myndband hér að neðan. Á vef Cult Collectibles er einnig hægt að finna fjölmarga aðra muni sem eiga að hafa verið í eigu Dahmers. Þar á meðal mynd sem hann á að hafa teiknað í skóla, geðmat, skattaskýrsla og eintak föður hans af játningu hans. Þessar myndir voru teknar af Dahmer sumarið 1991.Getty/Curt Borgwardt
Bandaríkin Netflix Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira