„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2022 07:00 Arnrún segir mikla óreiðu á leikskólanum sem geri starfið mun erfiðara. Ekki síst þegar verið er að taka á móti nýjum hópum nemenda. Arnrún María Magnúsdóttir Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar." Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar."
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira