Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2022 21:00 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna. Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram. Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram.
Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent