Jón Jónsson og Auður gefa út lag sem þeir sömdu óvart Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2022 15:01 Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður voru að gefa út lag saman. Instagram Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður gáfu í dag út sitt fyrsta lag saman. Lagið ber heitið Ég var ekki þar og var það samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan. Þeim fannst lagið passa vel inn í haustið og ákváðu þeir þess vegna að hafa hraðar hendur við útgáfu þess. „Nýja haustneglan eftir okkur @auduraudur er lent. Risa þakklæti á Auður fyrir hæfileikana og drifkraftinn,“ skrifar Jón Jónsson á Instagram síðu sinni þar sem hann greinir frá útgáfu lagsins. Þeir Jón Jónsson og Auður eru báðir titlaðir sem höfundar lagsins. Auður sá um framleiðslu, hljóðfæraleik og strengjaútsetningu. Söngur og gítarleikur var í höndum Jóns. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Ellert Björgvin Schram sem spilar á píanó og Margrét Árnadóttir sem leikur á selló. Addi 800 sá um hljóðvinnslu. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Auður hafði ekki gefið út nýja tónlist síðan hann steig til hliðar frá uppsetningu Rómeó og Júlíu í júní á síðasta ári í kjölfar ásakana um ofbeldi. Hann sendi þá frá sér yfirlýsingu og játaði að hafa farið yfir mörk konu, líkt og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Í síðustu viku gaf Auður svo út lagið Tárin falla hægt ásamt tónlistarmanninum Bubba Morthens. Lagið situr í fyrsta sæti á íslenska vinsældarlistanum á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tengdar fréttir Bubbi og Auður senda frá sér lagið Tárin falla hægt Tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og Auður Lúthersson gefa saman nýtt lag á miðnætti í kvöld. Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. 22. september 2022 10:42 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
„Nýja haustneglan eftir okkur @auduraudur er lent. Risa þakklæti á Auður fyrir hæfileikana og drifkraftinn,“ skrifar Jón Jónsson á Instagram síðu sinni þar sem hann greinir frá útgáfu lagsins. Þeir Jón Jónsson og Auður eru báðir titlaðir sem höfundar lagsins. Auður sá um framleiðslu, hljóðfæraleik og strengjaútsetningu. Söngur og gítarleikur var í höndum Jóns. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Ellert Björgvin Schram sem spilar á píanó og Margrét Árnadóttir sem leikur á selló. Addi 800 sá um hljóðvinnslu. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Auður hafði ekki gefið út nýja tónlist síðan hann steig til hliðar frá uppsetningu Rómeó og Júlíu í júní á síðasta ári í kjölfar ásakana um ofbeldi. Hann sendi þá frá sér yfirlýsingu og játaði að hafa farið yfir mörk konu, líkt og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Í síðustu viku gaf Auður svo út lagið Tárin falla hægt ásamt tónlistarmanninum Bubba Morthens. Lagið situr í fyrsta sæti á íslenska vinsældarlistanum á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tengdar fréttir Bubbi og Auður senda frá sér lagið Tárin falla hægt Tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og Auður Lúthersson gefa saman nýtt lag á miðnætti í kvöld. Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. 22. september 2022 10:42 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
Bubbi og Auður senda frá sér lagið Tárin falla hægt Tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og Auður Lúthersson gefa saman nýtt lag á miðnætti í kvöld. Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. 22. september 2022 10:42
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14
Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57