Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2022 19:31 Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands. Vísir/Egill Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag. Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07
Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30