„Ég var skelfingu lostinn“ Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. september 2022 19:35 Ken Jones hefur verið fastur í Möðrudölum í tæpan sólarhring. Vísir Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. Einhverjir ferðamannanna bíða enn í Möðrudal en bílaleigur ferðamannanna vinna nú hörðum höndum að því að útvega þeim nýja bíla. Rúður í nánast hverjum einasta bíl á svæðinu eru nefnilega sprungnar og standa þeir yfirgefnir við veitingastaðinn Beitarhúsið á Möðrudalsöræfum. Ken Jones er einn þeirra sem situr fastur í Möðrudal. „Um leið og við komum þangað fundum við fyrir grjótfokinu. Ég held að þriðja rokan hafi brotið hliðargluggana bílstjóramegin. Ég tel mig heppinn að hafa ekki meiðst,“ segir Ken í samtali við fréttastofu en hann var sjálfur að keyra þegar óveðrið skall á. Bílarnir í Möðrudölum allir mikið tjónaðir eftir veðrið.Friðrik Árnason Varstu hræddur á einhverju augnabliki? „Ég var skelfingu lostinn. Þetta var mjög slæmt. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Ken íhugar nú að framlengja ferð sína á landinu til þess að hann muni ekki eftir Íslandsferðinni sem slæmri ferð. Bæði bílaleigan og ferðaþjónustan sem hann bókaði ferðina hingað til lands með leita nú að leiðum til að aðstoða hann en hann kom hingað á fimmtudaginn í síðustu viku. „Kannski ætti að fræða fólk betur um veðrið. Svo við vitum hverju má eiga von á. En ég býst við því að svona sé sjaldgæft. Ég er nánast ánægður að hafa fengið að vera hluti af þessu, en á sama tíma ekki,“ segir Ken. Óveðrið skall hvað harðast á Austurland en þar eru gular viðvaranir enn í gildi. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast en veðrið var hvað verst á Reyðarfirði og hefur enn ekki lægt. „Við vorum með fjóra hópa úti frá okkur, svo fengum við aðstoð frá Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Við fengum tvo hópa frá Norðfirði og einn frá Fáskrúðsfirði. Þetta gerðist allt á einum klukkutíma, þá var allt orðið brjálað í bænum,“ segir Hjalti Þórarinn Ásmundsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði, í samtali við fréttastofu. Hjalti Þórarinn Ásmundsson er varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði.Vísir Eignatjón virðist hlaupa á hundruð milljónum króna, ef marka má samtöl við bæði eigendur og fulltrúa tryggingafélaga. Allar hurðir á slökkviliðsstöðinni og einn útveggurinn sprakk upp og sama gerðist hjá Eimskipum, vélaverkstæðinu Launafli og á höfninni. Þar sprakk allt í tætlur, það var eins og búið væri að varpa handsprengju þarna niður. Það er stórtjón, hundruð milljóna held ég,“ segir Hjalti. Veðrið lék einnig íbúa Seyðisfjarðar grátt.Hafþór Harðarson Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að veðrið sé að mörgu leiti óvenjulegt sé það ekki einstakt. Það líða svona einvherjir áratugir á milli þess sem þetta gerist á hverjum stað. Ekki síst ef við miðum við árstímann. Enga síður þá er þetta veður ekkert einstakt, þetta er eitthvað sem við getum búist við endrum og sinnum. Við höfum allmörg dæmi úr fortíðinni en það er skiljanlegt að fólk á miðjum aldri og yngra fólk muni ekki eftir þessu,“ segir Trausti. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir veðrið ekki vera einstakt.Vísir Veður Óveður 25. september 2022 Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Einhverjir ferðamannanna bíða enn í Möðrudal en bílaleigur ferðamannanna vinna nú hörðum höndum að því að útvega þeim nýja bíla. Rúður í nánast hverjum einasta bíl á svæðinu eru nefnilega sprungnar og standa þeir yfirgefnir við veitingastaðinn Beitarhúsið á Möðrudalsöræfum. Ken Jones er einn þeirra sem situr fastur í Möðrudal. „Um leið og við komum þangað fundum við fyrir grjótfokinu. Ég held að þriðja rokan hafi brotið hliðargluggana bílstjóramegin. Ég tel mig heppinn að hafa ekki meiðst,“ segir Ken í samtali við fréttastofu en hann var sjálfur að keyra þegar óveðrið skall á. Bílarnir í Möðrudölum allir mikið tjónaðir eftir veðrið.Friðrik Árnason Varstu hræddur á einhverju augnabliki? „Ég var skelfingu lostinn. Þetta var mjög slæmt. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Ken íhugar nú að framlengja ferð sína á landinu til þess að hann muni ekki eftir Íslandsferðinni sem slæmri ferð. Bæði bílaleigan og ferðaþjónustan sem hann bókaði ferðina hingað til lands með leita nú að leiðum til að aðstoða hann en hann kom hingað á fimmtudaginn í síðustu viku. „Kannski ætti að fræða fólk betur um veðrið. Svo við vitum hverju má eiga von á. En ég býst við því að svona sé sjaldgæft. Ég er nánast ánægður að hafa fengið að vera hluti af þessu, en á sama tíma ekki,“ segir Ken. Óveðrið skall hvað harðast á Austurland en þar eru gular viðvaranir enn í gildi. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast en veðrið var hvað verst á Reyðarfirði og hefur enn ekki lægt. „Við vorum með fjóra hópa úti frá okkur, svo fengum við aðstoð frá Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Við fengum tvo hópa frá Norðfirði og einn frá Fáskrúðsfirði. Þetta gerðist allt á einum klukkutíma, þá var allt orðið brjálað í bænum,“ segir Hjalti Þórarinn Ásmundsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði, í samtali við fréttastofu. Hjalti Þórarinn Ásmundsson er varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði.Vísir Eignatjón virðist hlaupa á hundruð milljónum króna, ef marka má samtöl við bæði eigendur og fulltrúa tryggingafélaga. Allar hurðir á slökkviliðsstöðinni og einn útveggurinn sprakk upp og sama gerðist hjá Eimskipum, vélaverkstæðinu Launafli og á höfninni. Þar sprakk allt í tætlur, það var eins og búið væri að varpa handsprengju þarna niður. Það er stórtjón, hundruð milljóna held ég,“ segir Hjalti. Veðrið lék einnig íbúa Seyðisfjarðar grátt.Hafþór Harðarson Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að veðrið sé að mörgu leiti óvenjulegt sé það ekki einstakt. Það líða svona einvherjir áratugir á milli þess sem þetta gerist á hverjum stað. Ekki síst ef við miðum við árstímann. Enga síður þá er þetta veður ekkert einstakt, þetta er eitthvað sem við getum búist við endrum og sinnum. Við höfum allmörg dæmi úr fortíðinni en það er skiljanlegt að fólk á miðjum aldri og yngra fólk muni ekki eftir þessu,“ segir Trausti. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir veðrið ekki vera einstakt.Vísir
Veður Óveður 25. september 2022 Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira