Maðurinn hafi veitt lögreglu aðgangsorð að öllum tækjum og gögnum sem hald var lagt á og þá kannist hann ekki við að hafa verið í tengslum við erlenda öfgahópa.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.
Ómar segir manninn þvertaka fyrir að hafa átt aðkomu að skotárás í miðbæ Reykjavík fyrr á árinu en Ómar staðfestir í samtali við Morgunblaðið að fyrri afskipti lögreglu af manninum, þegar hann var 12 ára og að leika sér með leikfangabyssu, hafi verið rædd í yfirheyrslum.
„Þetta var rætt en hann var ekkert spurður hvort hann væri reiður út af þessu,“ segir Ómar.
Ómar segir sér finnast of margt hafa verið gefið upp um málið og segir lögreglu hafa „keyrt svolítið hratt yfir sig“ á blaðamannafundinum sem haldinn var um málið í síðustu viku. Þá gagnrýnir hann fjölmiðil fyrir að hafa nafngreint skjólstæðing sinn.
Ómar segist eiga von á því að lögregla muni fara fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum.