Innlent

Búist við mikilli ölduhæð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sjór gæti gengið á land á morgun.
Sjór gæti gengið á land á morgun. Vísir/Vilhelm

Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land næsta sólarhringinn. Varað er við því að samhliða veðrinu geti ölduhæð orðið mikil norðan og austan af landinu.

Búist er að versta veðrið verði á Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. Þá er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Austurland að Glettingi, Norðurland eystra og Suðausturland.

Veðurviðvaranirnar sem í gildi eru einkum vegna mikils vinds. Landhelgisgæslan vekur athygli á því að samhliða þessum hvassa vindi megi búast við talvert mikilli ölduhæð norður og austur af landinu, sem og brimi við ströndina.

„Nú er stækkandi straumur og þar sem gera má ráð fyrir talsverðum áhlaðanda við norður- og norðausturströndina gæti sjávarstaða þar orðið hærri en að öllu jöfnu,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook.

Hvetur Landhelgisgæslan eigandendur báta í höfnum til að huga að þeim og að þeir sem eru á ferð við ströndina sýni aðgæslu, þar sem sjór geti gengið á land.


Tengdar fréttir

„Með því ljótara sem maður sér“

Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi.

Ó­vissu- og hættu­stig al­manna­varna virkjuð vegna veðurs

Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.