Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá því að einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. Við ræðum við verjanda annars þeirra sem sitja nú í gæsluvarðhaldi.

Við ræðum við konu sem var vísað út úr vél Icelandair í gær eftir ágreining við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. Ríka ástæðu þarf til að farþega verði vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir starfsmaður á samskiptasviði Icelandair.

Við segjum frá því að sautján ára piltur hlaut áverka á höfði eftir að til stympinga kom milli hans og annars drengs við Norðlingaskóla í nótt. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en að sögn aðstoðarlögreglustjóra voru áverkarnir ekki alvarlegir og engum vopnum var beitt.

Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum.

Hlusta má á fréttirnar í spilaranum hér að ofan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.