Stefnir í slag um ritaraembættið: „Að óbreyttu heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2022 09:02 Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson sækjast eftir ritaraembætti Sjálfstæðisflokksins. Heimildir fréttastofu herma að Vilhjálmur Árnason hafi í hyggju að tilkynna um framboð til ritarans nú um helgina. samsett/vilhelm Helgi Áss Grétarsson hefur gefið kost á sér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu telur hann að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að hnigna. Það stefnir í slag um ritaraembættið en Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir kjöri. Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57