Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 20:26 Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, segir niðurstöðurnar að vissu leyti koma á óvart. Vísir/Egill Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey. Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey.
Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira