Gramsverslun á Þingeyri: „ Vonumst til að sögunni verði sómi gerður“ Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2022 14:54 Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurrri. Tækniþjónusta Vestfjarða „Þetta er fallegt hús á sem á sína merku sögu. Við vonumst til að sögunni verði sómi gerður.“ Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða. Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða.
Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent