Eftir að tilkynnt var um komu barnsins segist Sumner hafa fengið skilaboð frá honum. Í skilaboðunum á hann að hafa spurt hana hvort henni þætti það óþægilegt ef ófædda barnið yrði nefnt Sumner verði það drengur. Í TikTok myndbandi þar sem hún birti þessar upplýsingar sýndi hún líka skilaboðin sem hún segir vera frá honum.
Birti skilaboðin
„Allt í lagi, alvarleg spurning. Ég er að eignast annað barn og ef það er strákur langar mig virkilega að nefna hann Sumner. Er það allt í lagi þín vegna? Dauðans alvara,“ segir í skilaboðunum sem hún sýnir í myndbandinu.
Sumner segist upphaflega ekki hafa ætlað að deila þessum upplýsingum um sambandið opinberlega. Hún skipti um skoðun þegar vinir hennar hótuðu að selja upplýsingarnar til fjölmiðla.
Sumner segir fjölskyldu söngvarans vera fórnarlambið
Sjálf segist hún hafa verið ung og vitlaus þegar á sambandi stóð og að hann hafi nýtt sér það. Síðar birti hún þó annað myndband þar sem hún segist ekki vera að leika fórnarlamb eða að sækjast eftir vorkunn.
Hún segist þó hafa staðið í þeirri trú að hjónabandi hans við Victoria's Secret fyrirsætunnar hafi verið lokið. Hún bætti því við að Behati, eiginkona söngvarans, og börnin þeirra séu hin raunverulegu fórnarlömb.