Lífið

Með nælu og hatt til heiðurs langömmu

Elísabet Hanna skrifar
Karlotta prinsessa bar nælu sem langamma hennar gaf henni.
Karlotta prinsessa bar nælu sem langamma hennar gaf henni. Getty/Peter Summers

Mæðgurnar Katrín prinsessa af Wales og Karlotta heiðruðu minningu Elísabetar II Bretadrottningar við útför hennar í dag með skartgripavali sínu. Útförin fór fram í West­minster Abbey í Lundúnum og var henni streymt hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Með nælu frá langömmu

Hin sjö ára Karlotta prinsessa af Wales bar nælu sem í laginu eins og skeifa. Langamma hennar hafði mikla unun af hestum og gaf Karlottu næluna. Hún setti einnig upp hatt í fyrsta skipti opinberlega en hatturinn var svartur með slaufu.

Með perlufesti frá Elísabetu

Móðir hennar, Katrín prinsessa af Wales, valdi að bera perlufesti drottningarinnar. Tengdamóðir hennar, Díana prinsessa, hefur einnig borið festina. Katrín hefur áður notað hana en hún bar festina fyrst við fögnuð brúðkaupsafmælis drottn­ing­ar­inn­ar og Fil­ippus­ar her­toga af Ed­in­borg, sem fór fram árið 2017. Hún bar hana aftur í útför hertogans sem fór fram í fyrra. Perlufestin er gerð úr perlum sem japanska ríkisstjórnin gaf bresku krúnunni að gjöf.

Getty/Samsett

Auk perlufestarinnar bar Katrín prinsessa eyrnalokka sem Elísabet drottning átti. Lokkana fékk drottningin upphaflega í brúðkaupsgjöf.

Hertogaynjan heiðraði einnig drottninguna

Hertogaynjan Meghan Markle valdi einnig að heiðra drottninguna, með því að bera skartgripi sem hún hafði gefið henni. Hún bar demanta og perlu eyrnalokka sem hún sást fyrst vera með þegar hún hitti drottninguna opinberlega í fyrsta skipti árið 2018.  

Meghan Markle bar eyrnalokka sem drottningin gaf henni.Getty/Samir Hussein

Tengdar fréttir

Fengu boðskort og þurftu ekki að bíða í röð

Útför Elísabetar II Bretadrottningar verður á morgun. Hundruð þjóðarleiðtoga streyma nú til Lundúna þar sem fólk hefur beðið marga klukkutíma til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. Á meðal þeirra eru Íslendingar sem segja drottninguna hafa átt stóran sess í sínu lífi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.