Giftist þeirri fyrstu sem hann hitti á Tinder Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 11:00 Steinþór og Glódís giftu sig í fyrrasumar en héldu athöfnina sjálfa hátíðlega í ágúst, síðastliðnum. vísir/stöð 2/arnar Hjónin Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir giftu sig við hátíðlega athöfn á Flateyri í ágúst. Þau kynntust í gegn um stefnumótaforritið Tinder fyrir sex árum síðan en Glódís var sú fyrsta sem Steinþór „matsaði“ við á forritinu. „Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder. Ástin og lífið Tinder Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira
„Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder.
Ástin og lífið Tinder Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira