Fyrst dó Guð svo ástin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 08:00 Tæknin virðist hafa tekið yfir ástarlíf flestra. Framkvæmdastjóri íslenska stefnumótaforritsins Smitten segir 60 til 70 prósent nýrra sambanda í dag hefjast með kynnum á slíkum forritum. getty/emilija manevska „Guð er dáinn,” sagði þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche og vildi þannig lýsa hnignun grundvallarviðhorfa og gilda í 19. aldar samfélagi, sem höfðu lengi byggst á föstum trúarskoðunum. Nú 150 árum síðar slengja sumir félagsfræðingar því sama fram um ástina. Og það er tæknibyltingin sem er að drepa hana að þeirra mati. „Eva Eluz sem hefur stundað rannsóknir á þessu sviði í mörg ár, hún einfaldlega segir að ástin sé að deyja út. Allavega eins og við þekkjum hana; hún byggir á skuldbindingu, sérstöðu og því að þú sért að hugsa ástina út frá einhverjum varanleika,“ segir Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Berglind Rós segir ástarfræðin hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Þau séu að vekja æ meiri athygli hér innanlands.vísir/arnar Upp á síðkastið hefur hún stundað rannsóknir á ástar- og stefnumótamenningu Íslendinga og sérstaklega einblínt á áhrif hinna ýmsu smáforrita á hana. Tinder, vinsælasta stefnumótaforrit í heimi er 10 ára gamalt í ár. „Í rannsóknum mínum hefur alveg komið fram að barinn er svoldið að detta út og það þykir jafnvel hálfdónalegt að vinda sér svona upp að fólki þar án þess að hafa sent fyrst skilaboð á Messenger eða hafa undirbyggt einhvers konar kynningu eða kynni áður. Og þetta er auðvitað talsvert mikil breyting,“ segir Berglind. Tæknin hefur tekið yfir og þar gilda ekki sömu reglur. En hvaða áhrif hefur þetta á kynnin og jafnvel sjálf samböndin? Berglind segir greinilegt að eftir komu tækninnar, kannski með hraða samfélagsins, hafi fólk orðið mun andsnúnara hugmyndinni um skuldbindingu. Skilnaðartölur aukast og aukast og ástarsambönd verða styttri en áður. „Fólk er kannski minna en áður að gefa ýmsu séns sem það hefði kannski gefið áður og kannski leyfa hlutum að þróast í langan tíma,“ segir Berglind. Meirihluti sambanda hefst í forriti Smitten er íslenskt stefnumótaforrit sem hefur raunar tekið fram úr Tinder hér á landi hjá yngsta aldurshópnum. Framkvæmdastjóri þess er ekki sammála um að hér sé vegið að ástinni. Þvert á móti bjóði forrit sem þessi fólki upp á mun meiri möguleika í sínu ástarlífi. „Í dag þá geturðu verið að skoða þúsundir, jafnvel hundrað þúsund manns á einum mánuði. Þannig þú ert að stækka dáldið netið þitt, og síðan hvort það sé rómantískara eða ekki, ég meina það fer bara svoldið eftir því að hverju þú ert að leita. Og í lokinn ef þú finnur þessa einu manneskju sem þú ert að leita að þá er það mjög rómantískt,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Davíð Örn segir fólk nota Smitten í allavega tilgangi; í leit að bólfélaga eða jafnvel sjálfri ástinni.vísir/arnar „Það er líklegra í dag að þú kynnist þínum maka á stefnumótaforriti heldur en að þú rekist á einhverja manneskju í Bónus eða í bænum eða hvar sem er. Það er talað um meira að segja að þetta sé að nálgast 60 til 70 prósent af öllum samböndum. Þau eru að gerast á stefnumótaforritum.“ Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
„Eva Eluz sem hefur stundað rannsóknir á þessu sviði í mörg ár, hún einfaldlega segir að ástin sé að deyja út. Allavega eins og við þekkjum hana; hún byggir á skuldbindingu, sérstöðu og því að þú sért að hugsa ástina út frá einhverjum varanleika,“ segir Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Berglind Rós segir ástarfræðin hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Þau séu að vekja æ meiri athygli hér innanlands.vísir/arnar Upp á síðkastið hefur hún stundað rannsóknir á ástar- og stefnumótamenningu Íslendinga og sérstaklega einblínt á áhrif hinna ýmsu smáforrita á hana. Tinder, vinsælasta stefnumótaforrit í heimi er 10 ára gamalt í ár. „Í rannsóknum mínum hefur alveg komið fram að barinn er svoldið að detta út og það þykir jafnvel hálfdónalegt að vinda sér svona upp að fólki þar án þess að hafa sent fyrst skilaboð á Messenger eða hafa undirbyggt einhvers konar kynningu eða kynni áður. Og þetta er auðvitað talsvert mikil breyting,“ segir Berglind. Tæknin hefur tekið yfir og þar gilda ekki sömu reglur. En hvaða áhrif hefur þetta á kynnin og jafnvel sjálf samböndin? Berglind segir greinilegt að eftir komu tækninnar, kannski með hraða samfélagsins, hafi fólk orðið mun andsnúnara hugmyndinni um skuldbindingu. Skilnaðartölur aukast og aukast og ástarsambönd verða styttri en áður. „Fólk er kannski minna en áður að gefa ýmsu séns sem það hefði kannski gefið áður og kannski leyfa hlutum að þróast í langan tíma,“ segir Berglind. Meirihluti sambanda hefst í forriti Smitten er íslenskt stefnumótaforrit sem hefur raunar tekið fram úr Tinder hér á landi hjá yngsta aldurshópnum. Framkvæmdastjóri þess er ekki sammála um að hér sé vegið að ástinni. Þvert á móti bjóði forrit sem þessi fólki upp á mun meiri möguleika í sínu ástarlífi. „Í dag þá geturðu verið að skoða þúsundir, jafnvel hundrað þúsund manns á einum mánuði. Þannig þú ert að stækka dáldið netið þitt, og síðan hvort það sé rómantískara eða ekki, ég meina það fer bara svoldið eftir því að hverju þú ert að leita. Og í lokinn ef þú finnur þessa einu manneskju sem þú ert að leita að þá er það mjög rómantískt,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Davíð Örn segir fólk nota Smitten í allavega tilgangi; í leit að bólfélaga eða jafnvel sjálfri ástinni.vísir/arnar „Það er líklegra í dag að þú kynnist þínum maka á stefnumótaforriti heldur en að þú rekist á einhverja manneskju í Bónus eða í bænum eða hvar sem er. Það er talað um meira að segja að þetta sé að nálgast 60 til 70 prósent af öllum samböndum. Þau eru að gerast á stefnumótaforritum.“
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira