Giftist þeirri fyrstu sem hann hitti á Tinder Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 11:00 Steinþór og Glódís giftu sig í fyrrasumar en héldu athöfnina sjálfa hátíðlega í ágúst, síðastliðnum. vísir/stöð 2/arnar Hjónin Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir giftu sig við hátíðlega athöfn á Flateyri í ágúst. Þau kynntust í gegn um stefnumótaforritið Tinder fyrir sex árum síðan en Glódís var sú fyrsta sem Steinþór „matsaði“ við á forritinu. „Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder. Ástin og lífið Tinder Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
„Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder.
Ástin og lífið Tinder Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira