Innlent

Allir far­þegar slasaðir eftir harðan á­rekstur

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Klippa þurfti bíl á vettvangi. 
Klippa þurfti bíl á vettvangi.  Vísir/Vilhelm

Alvarlegt bílslys varð á Snæfellsvegi á þriðja tímanum í dag. Ásmundur Kr. Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir tvo bíla hafa lent saman, framan á hvor annan. Allir farþegar séu slasaðir.

Ásmundur segir tvo aðila hafa verið í öðrum bílnum og einn í hinum ásamt hundi. Einn var fluttur með þyrlu. Klippa þurfti annan bílinn til þess að ná farþega út. Hann segir hundinn virðast hafa sloppið ómeiddan.

Myndatökur voru enn í gangi á vettvangi þegar fréttastofa náði tali af Ásmundi en þrír lögreglubílar voru sendir á staðinn ásamt sjúkraliði.

Hann segir algengast í málum sem þessum að annað ökutækið fari yfir á vitlausan vegarhelming í málum sem þessu en tildrög slyssins séu enn óljós og til rannsóknar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×