Lífið

Blake Lively á von á fjórða barninu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
T.v. Lively á Forbes viðburðinum fyrr í dag. T.h. Lively og Reynolds á frumsýningu Pikachu 2019.
T.v. Lively á Forbes viðburðinum fyrr í dag. T.h. Lively og Reynolds á frumsýningu Pikachu 2019. Getty/Taylor Hill, Steven Ferdman

Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára,  leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði.

Lively er einna þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum „Gossip girl“ og kvikmyndinni „The Age of Adaline.“ Reynolds þekkja kannski einhverjir úr myndum á borð við „Deadpool“ og „The Proposal.“

Fyrir eiga hjónin dæturnar James, Inez og Betty en þegar Lively átti von á sínu þriðja barni árið 2019 notaði hún einnig rauða dregilinn til þess að tilkynna óléttuna. Hún mætti sjáanlega ófrísk á rauða dregil kvikmyndar Reynolds, „Detective Pikachu.“

E News greinir frá því að á meðan Forbes viðburðinum stóð hafi Lively ýjaði að barneignum og stækkandi fjölskyldu þegar hún talaði um ást sína gagnvart sköpun.

„Ég bara elska að skapa, sama hvort það sé í gegnum bakstur, frásagnir, fyrirtækjarekstur eða barneignir. Ég bara virkilega elska að skapa,“ sagði Lively.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.