Innlent

Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá fundi fólksins á Akureyri árið 2019.
Frá fundi fólksins á Akureyri árið 2019. Fundur fólksins

Fundur fólksins heldur áfram í dag, og hefst dagskrá dagsins klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá deginum í dag.

Þátttaka ungs fólks í stjórnmálum, loftslagsmál, börn á flótta frá stríðinu í Úkraínu og margt fleira verður til umræðu. Þá verður einnig ýmislegt um að vera sem segja má að sé í léttari kantinum, meðal annars lokatónleikar sem hefjast klukkan 16:30. Dagskrá fundarins má nálgast hér.

Hér að neðan má nálgast streymi frá því sem fer fram bæði í Norræna húsinu og Grósku.

Streymi frá Norræna húsinu:

Streymi frá Grósku:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×