Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2022 07:57 Arnþrúður Heimisdóttir, hrossabóndi í Langhúsum í Fljótum. Sigurjón Ólason Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31