Innlent

Ferðamennirnir kjósa íslenskuna en Íslendingar frekar skoðanalausir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David frá Kanada nefndi að það væri kannski í lagi að hafa líka enska útgáfu til að gefa honum betri hugmynd um hvers lags fyrirtæki eða veitingastað um ræðir.
David frá Kanada nefndi að það væri kannski í lagi að hafa líka enska útgáfu til að gefa honum betri hugmynd um hvers lags fyrirtæki eða veitingastað um ræðir. Vísir

Erlendir ferðamenn virðast upp til hópa kjósa að íslenskir veitingastaðir, skemmtistaðir og verslanir heiti íslenskum nöfnum. Landsmenn virðast ekki hafa jafnsterkar skoðanir á málunum.

Töluvert umræða hefur skapast um stöðu íslenskunnar út frá hinum ýmsu sjónarhornum undanfarið. Einn angi þeirrar umræðu snýr að því hvernig íslensk fyrirtæki í miðbænum komi sér á framfæri.

Víða myndast ansi skörp skil í þessum efnum, til dæmis á Austurvelli. Við Austurstræti eru aðeins fyrirtæki sem bera ensk heiti; American Bar, Dirty Burger and Ribs, English Pub og Duck and Rose. Við Pósthússtræti er hins vegar allt önnur saga; bara fyrirtæki með íslensk nöfn; Apótekið, Skuggabaldur og Hótel Borg.

Óttar Kolbeinsson Proppé ákvað að kynna sér hvað fólkinu á gangi í miðbænum finnst um þessi mál. Bæði ferðamönnum og Íslendingum. Það kom í ljós að miðað við úrtakið umræddan dag þá hafa ferðamennirnir sterkari skoðanir á málinu en Íslendingar.

Viðbrögðin má sjá í klippunni.

Klippa: Ferðamenn vilja íslenskuna en Íslendingum er slétt samaFleiri fréttir

Sjá meira


×