Lífið

Stjörnurnar minnast drottningarinnar

Elísabet Hanna skrifar
Stjörnurnar minnast drottningarinnar og alls sem hún hefur afrekað.
Stjörnurnar minnast drottningarinnar og alls sem hún hefur afrekað. Getty/Rachpoot/Bauer-Griffin/Darren Gerrish/David M. Benett

Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bret­lands­drottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar.

Fatahönnuðurinn og fyrrum kryddpían Victoria Beckham segir daginn í gær hafa verið sorgardag fyrir allan heiminn.

Leikkonan Helen Mirren minnist drottningarinnar sem göfugrar konu. Sjálf lék Helen Elísabetu drottningu í myndinni The Queen árið 2006 og hlaut Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á henni.

Tónlistarmaðurinn Elton John segir nærveru drottningarinnar hafa veitt sér innblástur. Hann segist eiga eftir að sakna hennar mikið þar sem hún hafi fylgt honum frá barnæsku. 

Bítillinn Paul McCartney biður guð að blessa drottninguna. 

Tískugyðjan Donnatella Versace segir heiminn hafa misst eina mikilfenglegustu konuna og að hún hafi kennt okkur hvernig við eigum að lifa lífinu. 

Fyrrum fótboltamaðurinn David Beckham, eiginmaður Victoriu Beckham, minnist hennar sem konu sem huggaði þjóðina þegar tímarnir voru erfiðir. 

Söngvarinn Mick Jagger segist hafa fylgst með drottningunni frá því að hún var falleg ung kona þar til hún varð amma þjóðarinnar. 

Leikkonan Jennifer Garner minnist þess hversu fáguð og ótrúleg kona Elísabet var.

Leikarinn Pierce Brosnan segir það hafa verið heiður að þjóna henni. 

Athafnakonan Kris Jenner sendi konungsfjölskyldunni samúðarkveðjur á meðan hún minnist drottningarinnar.

Ólympíumeistarinn og raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner segir hana lifa í hjörtum manna að eilífu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út yfirlýsingu eftir fráfall hennar.

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan segir að þjóðin standi í eilífri skuld við Elísabetu. Hann segir einnig að íþróttaviðburðir eigi að fara fram, líkt og stóð til áður en hún féll frá, þar sem drottningin elskaði íþróttir.

Söngvarinn Ozzy Osbourne syrgir Elísabetu með sorg í hjarta.

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, segir hana hafa lifað ótrúlegu lífi.

Skáldsagnarpersónan Paddington úr samnefndum bókum og bíómyndum sendir drottningunni hinstu kveðju.


Tengdar fréttir

Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár

Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar.

Elísa­bet II Bret­lands­drottning er látin

Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.