Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2022 22:23 Johan Bülow segir það ekki hafa verið ætlunina að eigna sér heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Hann eigi Ísland skuldlaust. Lakrids by Johan Bülow Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. Nokkuð hefur verið fjallað um texta sem stóð á vefsíðu fyrirtækis hans, Lakrids by Bülow, þar sem því virtist haldið fram að Johan hefði fengið hugmyndina að súkkulaðihúðum lakkrís á því herrans ári 2009. Málið hefur vakið mikla athygli, enda mörgum Íslendingum ljóst að sú hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís kom ekki fyrst fram á sjónarsviðið á þarsíðasta áratug. Raunar fór málið svo hátt að sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, steig fram á sjónarsviðið til að taka af öll tvímæli að um væri að ræða íslenska hefð. Það gerði forsetinn á Twitter, en nú hefur Johan Bülow svarað Guðna, í stuttu myndbandi sem tekið er upp í verslun Lakrids by Bülow á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. pic.twitter.com/uhoTyzgDZx— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 7, 2022 „Ég vil tilkynna að við eignum okkur ekki heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Og til að gæta allrar hreinskilni þá var ég undir miklum áhrifum íslensks sælgætis í upphafi. Ég skil að óheppilega orðuð setning á vefsíðu okkar hafi verið misvísandi. Ísland, kærar þakkir fyrir að vera innblástur í okkar verkefni, sem er að fá heiminn til að elska lakkrís, og til forsetans: Ef þú kemur til Kaupmannahafnar þá er þér meira en velkomið að koma í verksmiðjuna okkar og smakka þar allar þær mismunandi samsetningar sem við búum til. Hafið það gott, bless, bless!“ sagði Bülow í myndbandskveðjunni. Þar með er orðið morgunljóst að Íslendingar geta hrósað sigri í deilunni um montréttinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Í það minnsta virðist liggja fyrir að ef einhver svo mikið sem reynir að halda því fram að hugmyndin sé ekki frá Íslendingum komin, muni þjóðhöfðinginn blanda sér í málið. Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um texta sem stóð á vefsíðu fyrirtækis hans, Lakrids by Bülow, þar sem því virtist haldið fram að Johan hefði fengið hugmyndina að súkkulaðihúðum lakkrís á því herrans ári 2009. Málið hefur vakið mikla athygli, enda mörgum Íslendingum ljóst að sú hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís kom ekki fyrst fram á sjónarsviðið á þarsíðasta áratug. Raunar fór málið svo hátt að sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, steig fram á sjónarsviðið til að taka af öll tvímæli að um væri að ræða íslenska hefð. Það gerði forsetinn á Twitter, en nú hefur Johan Bülow svarað Guðna, í stuttu myndbandi sem tekið er upp í verslun Lakrids by Bülow á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. pic.twitter.com/uhoTyzgDZx— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 7, 2022 „Ég vil tilkynna að við eignum okkur ekki heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Og til að gæta allrar hreinskilni þá var ég undir miklum áhrifum íslensks sælgætis í upphafi. Ég skil að óheppilega orðuð setning á vefsíðu okkar hafi verið misvísandi. Ísland, kærar þakkir fyrir að vera innblástur í okkar verkefni, sem er að fá heiminn til að elska lakkrís, og til forsetans: Ef þú kemur til Kaupmannahafnar þá er þér meira en velkomið að koma í verksmiðjuna okkar og smakka þar allar þær mismunandi samsetningar sem við búum til. Hafið það gott, bless, bless!“ sagði Bülow í myndbandskveðjunni. Þar með er orðið morgunljóst að Íslendingar geta hrósað sigri í deilunni um montréttinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Í það minnsta virðist liggja fyrir að ef einhver svo mikið sem reynir að halda því fram að hugmyndin sé ekki frá Íslendingum komin, muni þjóðhöfðinginn blanda sér í málið.
Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02
Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20