Stympingar í Langholtshverfi eftir ólöglega flugeldasýningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2022 12:03 Kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna flugeldasýningar í brúðkaupi í hverfinu. Getty Fjöldinn allur af kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna ólöglegrar flugeldasýningar sem haldin var í tengslum við brúðkaup í Skipasundi. Óánægja á meðal nágranna í Langholtshverfi leiddi að lokum til stympinga. Íbúi í Langholtshverfi biðlar til nágranna að sýna náungakærleika. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi. Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi.
Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira