Lífið

„Master Chief“ nýtur lífsins á Ís­landi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Schreiber fór víða í heimsókn sinni.
Schreiber fór víða í heimsókn sinni. Getty/Joe Maher / Stringer

Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours.

Schreiber virðist hafa notið íslenskrar náttúru til hins ítrasta en sjá má á myndatexta hans á Instagram að hann virðist alveg hreint gagntekinn af fegurð landsins. 

Það er eflaust óhætt að segja að Schriber sé kominn á listann yfir „Íslandsvini“ og virðist hann meira að segja spreyta sig í íslenskunni undir einni Instagram færslunni. Leikarinn virðist einn af þeim heppnu sem sáu norðurljós gærkvöldsins með eigin augum.  

Schreiber hafði greinilega margt fyrir stafni en hann gæddi sér á mat við Glym og slakaði á í Sky Lagoon.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×