Innlent

Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tvær vikur tæpar eru liðnar frá atburðunum hörmulegu á Blönduósi.
Tvær vikur tæpar eru liðnar frá atburðunum hörmulegu á Blönduósi. Vísir/Helena

Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu.

Í tilkynningu sem aðstandendur söfnunarinnar sendu fjölmiðlum í kvöld segir að fjölskylda Brynjars Þórs gangi í gegnum erfiðleika sem orð fái ekki lýst. Þau harmi þann skelfilega atburð sem átti sér stað á Blönduósi þann 21. ágúst.

Á sama tíma syrgi þau ástkæran son, föður og bróður.

„Á þessum erfiðu tímum er mikilvægara en áður að sýna samhug, umburðarlyndi og náungakærleik. Fallegar hugsanir í garð fjölskyldunnar eru vel þegnar og dýrmætar,“ segir í tilkynningunni.

Efnt hafi verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna.

„Þau sem vilja sýna samhug og leggja söfnuninni lið geta lagt frjáls framlög inn á eftirfarandi reikning á nafni Helgu Sólveigar, móður Brynjars.“

Kennitala: 111161-3219

Rnr: 0307-26-101120



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×